Frétt frá árinu 1910

Það er ekki endilega markmið ritstjóra að vera fyrstur með fréttir. Það er frekar markmið að frétt hafi einhver tengsl við byggðina í Fljóti.

Hér kemur frétt sem segir frá því að mótorbátur hafi sokkið á Fljótavík, og ekki náðst upp aftur. Það virðist ekki skipta neinu máli hvort báturinn hét eitthvað, eða hversu stór hann var. Einnig virðist aukaatriði hvort einhver var um borð eða hvort allir hafi nú bjargast ef einhverjir voru um borð.

Fréttin hér að ofan er úr blaðinu Vestra sem var gefið út 24. september 1910. Seinni fréttin, sem er hér fyrir neðan, er úr Þjóðviljanum frá 12. okt. 1910.

Það er freistandi að halda að strax þarna árið 1910 hafi fjölmiðlar verið byrjaðir að vinna sínar fréttir upp úr fréttum sem þeir hafa lesið í öðrum fjölmiðli. Vélbátur í stað mótorbáts og ekki náðst á flot í staðinn fyrir ekki náðst upp.

Og svo gerir maður þetta sjálfur……. 🙂

Gleðilegt sumar

Jæja – nú er sennilega kominn tími til að “skrifa eitthvað! Gleðileg jól hefur staðið þarna síðan  –  jú , einmitt –  fyrir jól. Það kom ekki einu sinni “Gleðilega páska” – eða “Gleðilegt sumar”.

Ritstjórinn er haldinn ritstíflu.

En – það þýðir ekki endilega að þið hin þurfið að vera með ritstíflu – HA?

Ég væri afar þakklátur ef þið mynduð senda mér eitthvað til að moða úr. Hvað gerðist merkilegt í Fljóti á síðasta ári svona til að skrá á Tímalínuna – og reyndar er ekkert skráð í Tímalínu frá árinu 2016 heldur.

Ég er kominn með nýtt netfang: asgeirsson54@gmail.com . Það netfang er líka tengt við Dropboxið – ef einhver vildi senda mér helling af myndum til birtingar.

Ásgeir

 

 

 

Bæklingur KGJ um skip sem hafa borið nafn Júlíusar Geirmundssonar

Kristján G Jóhannsson, sonarsonur Júlíusar Geirmundssonar og Guðrúnar Jónsdóttur sem bjuggu um 40 ára skeið á Atlastöðum í Fljóti, gaf nýlega út bækling um þau fjögur skip sem borið hafa nafn afa hans.

Bæklinginn gefur Kristján út í tilefni þess að 2. mars 2017 voru rétt 50 ár liðin frá því að fyrsta skipið sem bar nafnið “Júlíus Geirmundsson” kom til Ísafjarðar.  Um þetta er einnig fjallað í frétt á féttavef Bæjarins Besta á Ísafirði, og fer vel á því að fyrir fréttinni er skrifaður annar afkomandi Júlíusar og Guðrúnar. 

Öll þessi fjögur skip hafa verið smíðuð sem nýsmíði fyrir útgerðina Gunnvöru.

Nafn fyrirtækisins er dregið af  samnefndum báti sem strandaði í Fljótavík árið 1949.  Kristján hefur einnig skrifað þá sögu hér á síðunni.

Búið er að tengja þennan nýja bækling neðst inn í þá síðu þar sem æviferill Júlíusar og Guðrúnar er reifaður hér á síðunni. 

Hvað ætti að vera á tímalínu ársins?

Það haustar að. Þó árið sé ekki liðið, styttist í að veturinn skelli á í “byggðinni” í Fljóti, og að ekki verði komið þangað fyrr en næsta vor. Þá vaknar þessi árlega spurning : Hvað ætti að vera á tímalínu ársins? Hvers ber að minnast? Hverju viljum við geta flett upp eftir 10 ár og sagt – það var sumarið 2016? Continue reading “Hvað ætti að vera á tímalínu ársins?”

Vormyndir úr Fljóti

Sunnudaginn 29.maí 2016 flugu Ásmundur Guðnason og Edward Finnsson á flugvélinni TF-DVD frá Reykjavík og í Fljót. Lent var á grasbraut. Þeir gistu eina nótt og héldu aftur suður seinni part 30.maí.

AG051608Ásmundur tók nokkrar myndir, sem tala sínu máli. Snjó hefur mikið til tekið upp á láglendi.

Augljóst er að gamli farvegur árinnar hefur fyllst af grjóti, sem þá hefur orðið að fyrirstöðu fyrir vatnið sem því hefur leitað upp úr gamla farveginum og hreinsað burt jarðveg og gróður beggja vega við gamla árfarveginn.

Auk þess að skoða hvort eitthvað alvarlegt væri að  í bústöðunum reyndu þeir að auðvelda leið Bæjarárinnar niður sinn gamla farveg fyrir ofan Bárubæ.

AG051606

Ásmundur birti þessar myndir á Facebooksíðu sinni, en gaf leyfi til birtingar hér á síðunni.

EnglishUSA