Annáll ársins 2015 ?

IMG_3676

Sko – ef maður finnur enga mynd sem hentar – verður maður að redda sér…….

Eins og margoft hefur komið fram, er eitt af markmiðum þessarar heimasíðu að safna upplýsingum um liðna tíma og halda utan um þær.

Við þurfum þá ekki bara að leita langt aftur í tímann – heldur líka skoða nýliðið ár – og því spyr ég:

Hvað ætti að koma fram í tímalínu ársins 2015?   Mig langar sérstaklega að benda á Continue reading “Annáll ársins 2015 ?”

14.nóv. 2014 : Öðru hvoru tek ég mig til…..

(Uppfært 4.des. 2014 :        *Nýtt*         merking fjarlægð af tímalínunni)

Öðru hvoru tek ég mig til og bæti inn á Tímalínuna. Ég hef gert nokkrar tilraunir með að benda ykkur á hvað er nýtt – og hef enn ekki fundið “bestu leiðina”. Nú ætla ég að gera tilraun þar sem ég hef sett   *Nýtt*  fremst þar sem er eitthvað nýtt. Skoðið þetta – og athugið að þetta er mikið í kring um ártalið 1980 og til ársins 1949 .

 

Bárubær, Fljótavík,
Mynd tekin í lok ágúst 2014.
Bárubær

Ég hef áður beðið um upplýsingar – og nú geri ég það aftur – um hvað sagan ætti að geyma um framkvæmdir sumarsins í Fljótavík. Samtals hef ég fengið ein skilaboð um það, og það er frá Brekku.

 

 

 

Þar sem þetta er svo afskaplega stutt núna, ætla ég að vísa hér á skemmtilega auglýsingu á Youtube. :  Þetta er upplagt tækifæri til að bæta þekkingu sína á tungumálum – eða þannig.

Ásgeir

 

Föstudagspistill 18.apríl 2014

Nú verður það stutt.

1)    Fyrst legg ég áherslu á að fólk lesi “bloggið” hér fyrir neðan um Óbyggðanefnd og mikilvægi þess að koma þinglýsingarskjölum í lag – og viðhalda því svo í lagi! Í því sambandi bendi ég líka á yfirsíðuna “Landeigendur“.

Um páska er fólk að fara landshluta á milli – eldri og yngri kynslóðir hittast – notið tækifærið og ræðið þetta!

2)    Ég læði stundum inn nýjum tengingum í “Tímalínuna” – og sem dæmi bendi ég á að við ártalið 1949 er nýr hlekkur um Gunnvör og eins við árið 1974 þar sem er hlekkur í viðtal við Helga Geirmundsson vegna ísbjarnarins.

3)   Þá birti ég afrit af friðunarskjali skálatóftar Vébjarnar signakappa. Í skjalinu kemur fram að eigendum jarðarinnar beri að varðveita skjalið. Mér segir nú svo hugur um að þann 16.júní 1946 hafi þetta skjal ekki verið efst í huga þeirra eigenda jarðarinnar sem síðastir yfirgáfu víkina fögru – en það væri nú samt gaman að vita hvort einhver viti hvort þetta (frumrit) hafi verið varðveitt einhvers staðar allan þennan tíma?

…þetta varð nú bara lengra en til stóð….

Ásgeir

Nýtt á síðunni dagana 8. til 14. mars 2014

Nú er frásögn Kjartans T Ólafssonar um flutning á sjúklingi úr Fljóti árið 1941 kominn inn á síðuna, undir flipanum “Sögur og óflokkað“, og reyndar líka við ártalið á “TÍmalínunni” .

Þá hefur (aftur) eitthvað bættst við á síðuna Bústaðir > Skýlið

Einnig er komin síða undir Fólk >  Brynhildur Snædal Jósefsdóttir og Ólafur Friðbjörnsson en þau bjuggu í Tungu 

Annars hef ég verið eigingjarn síðastliðna viku og farið með mest af lausum tíma í að byrja að skrifa handbók fyrir okkur í Atlatungu – svona til að styðjast við í framtíðinni. Þið sjáið aðalsíðu “Gæðahandbókarinnar”  undir:

Bústaðir > Atlatunga >  @ Efnisyfirlit gæðahandbókar, ……… 

en ef allt virkar eins og það á að gera, þá komist þið ekki lengra nema með því að þekkja lykilorð sem opnar þá þessar síður. Þetta með lykilorðið sýnir ykkur þá líka hvernig hægt væri að fara að hjá öðrum sumarbústöðum, en það kann þó að vera ókostur að ég yrði að þekkja aðgansorðið  – en á móti myndi ég heita trúnaði.

Að lokum – og það bara segir sig sjálft –  að @-merkið – sem á ensku er lesið “at” er að sjálfsögðu fundið upp sem skammstöfun fyrir Atlatungu !

 

EnglishUSA