Vindhraði við Straumnesvita

Það var merkilegt að fylgjast með vindhraðamælingum á annesjum Vestfjarða, í óveðrinu sem var að ganga yfir.

Vindhraðinn náði um 42 metrum á sekúndu í hviðum.

Munur á rauðu línuni og þeirri bláu er minni en oft sést, sem merkir að stöðugur vindur var nálægt hámarksvindhraða, langtímum saman.

Tengill á mælingar við Straumnesvita

Aftur….. og meira að segja …. meira !

Í afreksíþróttum er mikilvægt að vera með keppnisskap, ef ná á árangri og bæta met. Nýlega sló Erna Sóley Gunnarsdóttir eigin Íslandsmet (ath.fleirtala) í kúluvarpi á móti í Bandaríkjunum. Erna er langömmubarn Þórunnar Vernharðsdóttur á Skjaldabreiðu í Fljóti. Við fögnum þeim metum.

En við fögnum ekki öllum metum, þó það sé e.t.v. vert að reyna að halda þeim til haga. 9.janúar 2019 var sett vindhraðamet vetrarins, fram að þeim degi, í vindkviðu sem mældist 50,1 metri á sekúndu á Straunmesvita .

Nú er það met fallið, því 27.mars 2019 mældist vindhraði 52,2 m/sek í kviðu, um kl. 16:30. Það gerir tæplega 188 Km á klukkustund. Ég veit, því miður , ekki hver stefna vindsins var.

Eins og áður – vonum við að ekkert hafi farið úrskeiðis í Fljóti.

Vonum það besta !

Veðurútlitið er nú ekki allt of gott þessa tímana.

Ekki nóg með að það sé hlýtt á norðanverðum Vestfjörðum, sem telst ekki gott fyrir skíðaáhugafólk – þá er verið að spá miklum meðalvindi, með vindkviðum sem skaga upp í 40 metra á sekúndu – og það er nálægt 150 kílómetrum á klukkustund.

Um tíma kemur vindurinn frá suðvestri, sem þýðir að hann kemur beint undir skyggni nokkurra bústaða Atlastaðamegin í Fljóti.

Við krossum fingur.

EnglishUSA