19.des. 2014

Það líður að jólum.

Það hlaut að koma að því. Nú sæki ég bloggið frá því fyrir jól í fyrra og set, með breytingum inn aftur :

Þeim fer fækkandi sem hafa lifað jól í Fljótavík. Fyrir okkur sem ekki vitum – væri fróðlegt að fá eitthvað að heyra og/eða lesa um jólaundirbúning og sjálft jólahaldið í Fljótavík, og þá væri nærtækast að horfa á jólin 1945. Seinni heimstyrjöldin nýbúin – mörg af börnunum sem slitu barnsskóm í víkinni farin á vit sinna ævintýra. Vafalaust hugsuðu margir heim og öfugt – margir hugsuðu til þeirra sem voru farnir. En hvergin gerðu menn sér dagamun?

 Ábending til unglinga  sem ættaðir eru úr Fljótavík:

Það er upplagt að taka viðtöl við afa eða ömmu ef þau ólust upp í Fljótavík, og skrá niður. Við það gæti náðst mikilvægar upplýsingar til okkar hinna.

….. og svo vil ég að sjálfsögðu fá svona ritgerðir til birtingar – það bara segir sig sjálft!

Gleðileg jól og

farsælt komandi ár

 www.fljotavik.is                    Fljotavik á FB

113

EnglishUSA