12.des. 2014

Nýtt umræðuform

Það er einkenni stjórnmálamanna, að setja sér fastar skorður – stefnumarkmið. Eftir að stefnan er ákveðin skal sko ekkert breyta henni – hvað sem tautar eða raular. Einn góðan veðurdag sjá þeir þó sumir, að stefnan er bara ekki að ganga upp – og þá taka þeir nýja stefnu og ferlið byrjar upp á nýtt.

Mér líður svolítið þannig núna! Ég er nýbúinn að marka þá stefnu að loka flestum kommentagluggum. Ég er búinn að loka öllu frá árinu 2013 og er að fikra mig áfram þann veg og held mig við markaða stefnu þar.

Nú kemur stefnubreytingin : Frá og með þessu bloggi ætla ég að gera tilraun með að skipta út umræðuglugganum sem hefur birtst fyrir neðan það sem ég pára. Í stað umræðuformsins sem forritið bauð upp á, set ég inn sama umræðuform og er á Facebook. Það virðist sem minna sé um “árásir” inn á það form, þar sem viðkomandi verður að vera skráður á Facebook, og svo líkar mörgum betur við það form. Eftirfarandi atriði gætu þó verið talin gallar:

 • þú verður að vera skráður á – og “loggaður inn”  á Facebook
 • Þú verður að haka við í litlum glugga, lengst til vinstri, undir kommentinu ef þú vilt að kommentið birtist eingöngu á www.fljotavik.is , að öðrum kosti sést þetta líka á þinni eigin síðu og þá sjá vinir þínir það líka.
 • Sú mynd sem þú velur til að auðkenna þig á Facebook, sést líka hér.

Jæja – hvað segið þið um að láta á þetta reyna? Takið skrefið og skrifið þó ekki værin nema eina setningu…………. t.d. sjáumst næsta sumar eða bara gleðileg jól…………..

Ásgeir

 

One Reply to “12.des. 2014”

 1. Fljotavik.is á FB
  Fljótavík á FB: Eins og sést, er ég ekki búinn að finna út úr því hvernig ég get bundið þetta umræðukerfi við einstakar síður. Ég gæti þurft að skipta yfir í annað forrit sem notast þó við þetta sama Facebook form. En ég ætla þó ekki að fara í það næstu daga….. það er ýmislegt annað sem er mikilvægara næstu daga, ekki satt?
  Svara · · 19. desember kl. 01:17

  Ásgeir Ásgeirsson · Eins og mig grunaði, færist líf í umræður með þessu formi. En – eins og ég skrifaði líka í morgun, er ég ekki alveg sáttur við hvernig þetta kemur út. Ég sé, sem dæmi að það sem er skrifað hér – sést undir öllum öðrum síðum þar sem ekki hefur verið lokað fyrir umræðu. Það var nú alls ekki meiningin – heldur hefði ég helst viljað fá svona umræðu undir hverri blaðsíðu sem ég skrifa – í þeirri von að þar kæmi eitthvað fram sem hægt væri að halda áfram með. Þetta er vonandi eitthvert stillingaratriði…. ég pæli áfram í þessu.
  Svara · · Breytt · 12. desember kl. 11:39

  Vernharð Guðnason · Þú ert ekki einn þarna úti Ásgeir þó að stundum megi ætla það 🙂 Ég les allt og bíð spenntur eftir að aðrir skrifi eitthvað skemmtilegt. Kannski maður reyni að böggla frá sér einhverju efni áður en mörg ár líða.
  Svara · · 1 · 12. desember kl. 05:56

  Ásgeir Ásgeirsson · Takk fyrir þetta Venni. Ég á hér afrit – iPhone scan – af ferðasögu þinni frá því um árið þegar þú og Bogga dvöldu í Atlatungu í Febrúar. Ef þú átt ekki afrit af því sjálfur – gæti ég sent þér – og það mætti vinna skemmtilega grein upp úr því!
  Svara · · 12. desember kl. 11:34

  Vernharð Guðnason · Það væri flott Ásgeir. Hafði alltaf ætlað mér að finna tíma í Fljótavík til að vinna upp úr þessu efni 🙂 Einhvernveginn tekst manni alltaf að finna sér eitthvað annað að gera . Eins og að byggja hús og svoleiðis 🙂
  Svara · · 1 · 12. desember kl. 15:55

  Fljotavik.is á FB
  Ég verð að viðurkenna að ég finn ekki þessi blöð svona í fljótu bragði. Má vera að ég sé að rugla við það að ég finn fyrsta hluta byggingarsögu Atlatungu hjá mér…….. leita þó betur
  Svara · · 13. desember kl. 03:16

  Selma Hjörvarsdóttir · Þú ert snillingur Ásgeir. Flott framtak.
  Svara · · 1 · 12. desember kl. 03:55

  Ásgeir Ásgeirsson · Virkur í athugasemdum · Danmarks Farmaceutiske Universitet
  Snillingur ! Það munar ekki um það. Ég er bara fúskari í heimasíðugerðinni og með aldrinum er eins og þumalputtunum fjölgi…… en ég þjösnast áfram
  Svara · · 12. desember kl. 11:35

  Ásgeir Ásgeirsson · Ég er ekki alveg sáttur – sem dæmi þá virkar “share” takkinn blái hér fyrir ofan ekki alveg eins og hann ætti að gera…….. búinn að vera að fikta í þessu………og held áfram með það
  Svara · · 12. desember kl. 01:10

  Hálfdán Ingólfsson · Svínvirkar!
  Svara · · 1 · 12. desember kl. 00:22

  Hálfdán Ingólfsson · Bara til að prófa…
  Svara · · 1 · 12. desember kl. 00:21

Comments are closed.

EnglishUSA