2.jan 2015

Nú árið 2014 er liðið í aldanna skaut

Þá eru áramótin liðin og styttist í þrettándann. Áramót eru viðmið í mörgu – árið sem var að líða er gert upp. Hvað mig varðar – ritstjórann – er nærtækt að líta yfir vegferð heimasíðunnar.

Ég held að ég geti ekki verið annað en ánægður með flest sem mér hefur orðið ágengt með. Upplýsingum hefur fjölgað á síðunni, ég er loksins kominn í gang með að koma myndum inn, og ég reyni að vera bjartsýnn á að fá meiri umræður í gang. Eigum við ekki að halda okkur við orðatiltækið “góðir hlutir gerast hægt” ?

Á móti kemur að ég er kanski langt kominn með að koma því inn á síðuna sem ég var með í huga, þegar ég var að láta mig dreyma um þessa síðu í kring um árið 2005. Ég vil því enn og aftur biðja fólk um að benda mér á eitthvað sem ég gæti fjallað um.

Forritið sem ég nota  – WordPress  – og reyndar undirforrit sem heitir Jetpack – hefur sjálfkrafa gert yfirlit yfir síðasta ár. Það getið þið sér hér.

Lækjabrekka - handrið crop
Þessa mynd tók ég um miðjan júní 2014. Þarna var margt í gangi á Lækjabrekku. En eitt af því sem erfitt hefur verið að greina frá myndum úr yfirfluginu 27.des. 2014 – er hvort handriðið sem þarna sést, er enn þarna – eða – er það farið?

Að lokum aðeins að væntanlegri ferð frá Ísafirði að Hesteyri og þaðan til og frá Fljóti, til að bjarga fasteignum. Ég dáist að mönnum sem eru tilbúnir í að leggja þetta á sig – en kanski dáist ég enn meira að þeim sem hafa kjark og vit til að fara EKKI af stað ef veðurútlit er á einhvern hátt tvísýnt. Takk fyrir það.

Ásgeir

 

3 Replies to “2.jan 2015”

  1. Skrifa eitthvað hér til að sannreyna að þetta virki – og að það sem er skrifað hér verði aðeins á þessari síðu en birtist ekki á öðrum……..

  2. Það var ákveðið að fara ekki föstudaginn 2.jan, vegna óhagstæðrar veðurspár. Venni Guðna skrifaði á Facebooksíðu sína:

    Ekki verður hægt að fara í Fljót til viðgerða að sinni. Veðurútlit einfaldlega of ótryggt svo hægt verði að fara yfir sjó og fjöll. Það finnst okkur erfitt að sætta okkur við en óþarfi er að setja fólk í óþarfa hættu. Útlitið er ekki gott fyrir næstu daga en við fylgjumst grannt með veðri og sjólagi og förum af stað um leið og færi gefst.

    Það var þetta sem ég var að vísa til neðst í blogginu mínu hér að ofan.

Comments are closed.

EnglishUSA