Föstudagspistill 30. maí 2014

Eins og gengur, koma upp kringumstæður sem leiða til þess að maður getur ekki haldið einhverju til streitu. Ég var ég kominn með smá hefð fyrir að láta vita á föstudögum, um hvað ég hefði verið að bralla á heimasíðunni síðustu vikuna – en undanfarið hefur þetta riðlast.

Ég hef verið á flakki – erlendis og innanlands. Þannig náðum við á ball hjá BG í Edinborg á Ísafirði – og það var sko gaman – og sá viðburður tengist nú heldur betur Fljótavík – og við dvöldum nokkra daga á Ísafirði – af annarri ástæðu – og ég gæti tínt til fleiri afsakanir en látum það liggja á milli hluta.

En – ég hitti mann og annan – og ég heyrði að fólk saknar þess ef ekkert kemur. Ég sé líka á teljurum og línuritum að það er vaxandi fjöldi að fara inn á síðuna. Ég fæ þó lítil skrifleg viðbröðg eða ábendingar um hvæð ég ætti að gera….. eða gera betur. Ég sakna þess – og get ekki skrifað um það sem mér dettur ekki í hug – svo ég hvet enn og aftur til þess að þið sendið mér nú eitthvað til að mauðla úr.

Ég hef svo sem verið að bralla ýmislegt á síðunni – því það stendur yfir vinna við gerð upplýsinga um margt sem tengist Atlatungu – nokkuð sem kallast Gæðahandbók. Það kostar vinnu og heilabrot – og svo veit maður að margt af því sem er fullafgreitt í dag….. breytist á morgun – og þá þarf að breyta lýsingum upp á nýtt – en það  er nú bara smotterí. En – þó svona lýsing sé á heimasíðunni – þarf aðgangsorð til að komast þar inn – en það er hægt að gera svona fyrir aðra bústaði líka……. og þá með öðrum aðgangsorðum. Ég var búinn að fara yfir þetta áður.

Það sem helst er nýtt á síðunni nú er að ég var að yfirfæra söguna um “Sviplegt fráfall tófu” frá gömlu síðunni.

Ásgeir

18.maí 2014…… 40 ár frá ísbirni

Þennan dag, 18.maí, fyrir 40 árum, eða 1974, var ísbjörn veginn við skýli SVFÍ í Fljótavík. Það er búið að segja svo oft frá þessu og skrifa að sumum fer að líða eins og þeir hafi verið á staðnum, eins og einn aðili skrifaði inn í blogg þegar þessi heimasíða birti fásögn Jósefs H Vernharðssonar af þessu. En í tilefni dagsins væri ekki úr vegi að renna enn einu sinni yfir þetta t.d. með því að lesa frásögn Jósefs, og/eða blaðafregnir sem skoða má út frá TÍMALÍNUNNI við þennan dag árið 1974.

Ásgeir

Föstudagspistill 2.maí 2014

Ég þjófstarta hér, hvað dagsetningu yfirskriftarinnar varðar,  því þegar ég skrifa þetta og birti – er í raun fimmtudagur 1.maí. Ég bara gat ekki beðið því Örn Ingólfsson flaug yfir Fljótavík í gær og sendi spennandi myndir sem ég birti hér undir flipanum Myndir > Myndir 2014. Skoðið og njótið.

(Annars er ég erlendis í fríi)

Ásgeir

EnglishUSA