28.nóv. 2014 : Myndir? Hvaða myndir?

Það tók sinn tíma, en nú er ég að ná tökum á  því að bæta myndum á síðuna. Það fylgir því þó handavinna, og ýmislegt sem þarf að gera annað en að henda myndum inn. Meðal þess sem þyrfti helst að gera er að setja upplýsingar sem allir geta lesið, inn á myndirnar. Ekki síður þarf að skrá helstu stikkorð, “á bak við myndrnar”, fyrir sérstök forrit sem lesa þar – og fyrir fólk sem á einhvern hátt á í erfiðleikum með að lesa – og þá líka fyrir það sem les allra mest í veröldinni, Continue reading “28.nóv. 2014 : Myndir? Hvaða myndir?”

21.nóv. 2014 : Myndir > 2012-07

Ég var svo spenntur yfir því að geta loks sýnt myndir á frambærilegan hátt – að ég fór beint á Facebook með það  – og gleymdi hreinlega að blogga hér!

1)   Farið  á heimasíðuna www.fljotavik.is
2)   Haldið bendlinum yfir “Myndir” á fellistikunni
3)   Veljið      “2012-07: Maja og Ásgeir”

Farið svo með bendilinn á litlu myndirnar og “klikkið” og þá mun sýningarvélin fara í gang. Athugið að hægt er að skrifa athugasemdir við myndirnar.

Þið getið stytt ykkur leið hér

14.nóv. 2014 : Öðru hvoru tek ég mig til…..

(Uppfært 4.des. 2014 :        *Nýtt*         merking fjarlægð af tímalínunni)

Öðru hvoru tek ég mig til og bæti inn á Tímalínuna. Ég hef gert nokkrar tilraunir með að benda ykkur á hvað er nýtt – og hef enn ekki fundið “bestu leiðina”. Nú ætla ég að gera tilraun þar sem ég hef sett   *Nýtt*  fremst þar sem er eitthvað nýtt. Skoðið þetta – og athugið að þetta er mikið í kring um ártalið 1980 og til ársins 1949 .

 

Bárubær, Fljótavík,
Mynd tekin í lok ágúst 2014.
Bárubær

Ég hef áður beðið um upplýsingar – og nú geri ég það aftur – um hvað sagan ætti að geyma um framkvæmdir sumarsins í Fljótavík. Samtals hef ég fengið ein skilaboð um það, og það er frá Brekku.

 

 

 

Þar sem þetta er svo afskaplega stutt núna, ætla ég að vísa hér á skemmtilega auglýsingu á Youtube. :  Þetta er upplagt tækifæri til að bæta þekkingu sína á tungumálum – eða þannig.

Ásgeir

 

7.nóvember 2014

EkkiPistill

Þegar byrjað var að gera fyrstu útgáfu þessarar heimasíðu, árið 2005, var stuðst við forrit sem heitir Microsoft Publisher. Þetta var svolítið þungt í vöfum og þurfti sérstaka leið til að uppfæra síðuna. Oft kom fyrir að eitthvað sem leit sæmilega út í tölvunni heima – dreifðist út um allan skjá þegar það var komið á netið. Síðan kom upp slæm tölvubilun sem endaði með að ekki var hægt að uppfæra síðuna – og þá féll (gamla) síðan í dvala.IMG_4177

Nú er öldin önnur, og hægt að velja úr forritum sem gera það sem manni finnst einfalt mál – einfalt – en ekki eins og það var að gera einfalt mál – flókið –  og nú má segja að fyrst ritstjóri af öllum mönnum gat gert þetta – ja þá getur hver sem er gert svona lagað.

En þegar Continue reading “7.nóvember 2014”

EnglishUSA