Bárubær – foktjón

Aðfaranótt 28.desember 2014 skrifaði Vernharð Guðnason stutt skilaboð inn á Fljótavík á FB þar sem hann lætur vita um töluvert foktjón á sumarhúsinu Bárubæ, sem er í byggingu. Hann skrifar um endalausa óveðurshvelli sem keyrt hafa yfir með gríðarlegum vindstyrk, með þessum afleiðingum.

Bárubær, Fljótavík
Bárubær, Fljótavík, ágústlok 2014

Þetta eru hræðilegar fréttir, sem vekja margar spurningar. Það hlýtur að vera þannig Continue reading “Bárubær – foktjón”

26.des. 2014

 Úrskurður Óbyggðanefndar um

Húnaþing vestra

 

<1969-3

 

 

Síðasta pistil birti ég föstudaginn 19.des. 2014. Seinna þann dag komu fréttir um að Óbyggðanefnd hefði fellt úrskurð varðandi kröfur Fjármálaráðherra vegna þjóðlenda í Vestur Húnavatnssýslu. Fyrir þá sem Continue reading “26.des. 2014”

19.des. 2014

Það líður að jólum.

Það hlaut að koma að því. Nú sæki ég bloggið frá því fyrir jól í fyrra og set, með breytingum inn aftur :

Þeim fer fækkandi sem hafa lifað jól í Fljótavík. Fyrir okkur sem ekki vitum – væri fróðlegt að fá eitthvað að heyra og/eða lesa um jólaundirbúning og sjálft jólahaldið í Fljótavík, og þá væri nærtækast að horfa á jólin 1945. Continue reading “19.des. 2014”

12.des. 2014

Nýtt umræðuform

Það er einkenni stjórnmálamanna, að setja sér fastar skorður – stefnumarkmið. Eftir að stefnan er ákveðin skal sko ekkert breyta henni – hvað sem tautar eða raular. Einn góðan veðurdag sjá þeir þó sumir, að stefnan er bara ekki að ganga upp – og þá taka þeir nýja stefnu og ferlið byrjar upp á nýtt.

Mér líður svolítið þannig núna! Ég er nýbúinn að marka þá stefnu að loka flestum kommentagluggum. Ég er búinn að loka öllu frá árinu 2013 og er að fikra mig áfram þann veg og held mig við markaða stefnu þar.

Nú kemur stefnubreytingin :  Continue reading “12.des. 2014”

5.des. 2014

Það er ráðist á okkur! 

Með aukinni reynslu í heimasíðugerð, horfi ég öðru vísi á hvað aðrir eru að gera. Með aðrir – meina ég hinn stóra heim í heild sinni. Fjölmiðlar nota oft fyrirsagnir í þeim tilgangi að laða fólk að, hvort sem það er að lestri blaðagreina eða að ljósvakamiðlum. Við könnumst öll við stóru fyrirsagnirnar í DV. Þetta trix er líka notað við bloggskriftir. Því stærri sem fyrirsagnirnaer eru – því líklegra er að fá athygli, að ég nú tali ekki um að því líklegra er Continue reading “5.des. 2014”

EnglishUSA