Söfnun

Þar kom að því! Þessi heimasíða hefur verið í netheimium frá miðju ári 2005 – og hefur aldrei staðið að neinni söfnun ………. en NÚ er komið að því .

Lesið áfram

Að halda í sögurnar ……..

Ríkisútvarpið, sjónvarp – sendi þáttinn Ferðastiklur að kvöldi 7.mars 2019. Margt skemmtilegt og fróðlegt kom fram, og fyrir mig var athyglisvert að sjá hversu mikið af myndum tengdust Krossadal, Nautadal og klettabeltinu þar fyrir ofan – því sem við köllum Krossar.

Gaman er að sjá hversu mikil viðbrögð þátturinn hefur fengið á hinum ýmsu miðlum, eins og Facebook. Mikið af viðbröðgunum tengjast “heimamönnum” og fólki sem hefur tengsl við þá.

En, við sem komum í Fljót, fengum líka að sjá, hversu miklu skiptir fyrir ferðamenn að hitta á gott veður og gott skyggni. Sumir ganga um Hornstrandir og sjá aldrei annað en sól – og þá er lífið dásamlegt. Svo er það hin hliðin, – þoka og kalsaveður og þá er ekki alveg eins gaman að ganga þarna um.

Mörg orðatiltæki sem tengjast veðri hafa orðið til í Fljóti. Lognhraði, sem dæmi. Annað er ” alltaf sól í Tungu”. Grófdropa þoka – ef maður vill ekki kannast við rigningu. Heiðskírt – ef sést í bláan díl á himni. Tengdamóðir ritsjóra hefur sem reglu að ekki megi taka af henni mynd ef úlpan er rennd – hún vill alltaf renna niður áður. Allt vísar þetta í sömu átt …… við viljum vinna á móti þeim orðrómi að þarna sé ekki alltaf gott veður.

Þessi heimasíða hefur það að markmiði að safna upplýsingum og sögum sem tengjast Fljóti, og því var gaman að heyra sagðar sögur, sem að einhverju leiti hafa verið skráðar og finnast hér á vefnum.

Í því sambandi skal rifja eftirfarandi upp:

Ferðastiklur RUV – um Fljótavík

Sjónvarp Ríkisútvarpsins sýnir Ferðastikluþátt að kvöldi 7.mars 2019, klukkan 20:05 . Í þessum þætti verður fjallað um Fljótavík. Spennandi – og skylduáhorf.

Lýsing sjónvarpsins um dagskrárliðinn er þessi:

Hún er ægileg, ströndin nyrst á Vestfjörðum. Tindum prýdd fjöll sem standa þverhnípt úr sjó, fjörulaus nánast með öllu, nema þar sem víkur og vogar skera björgin. Fljótavík er nyrsta bæjarstæðið á Vestfjörðum en byggðin fór í eyði um miðja síðustu öld. Á veturna er þarna kalt og hart en á sumrin fyllist víkin af lífi og gróður vex villt um allar brekkur. Í þessum lokaþætti fer Lára Ómarsdóttir ásamt föður sínum, Ómari Ragnarssyni, í Fljótavík þar sem hjartað slær í öðrum takti en í borginni.

LSG

Vonandi eru allir með á hreinu fyrir hvað ofanritaðir stafir – LSG – standa fyrir – sem sagt Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps.

Stjórnkerfi – hvort sem um er að ræða stór samfélög – Evrópusambandið eða Bandaríki Norður-Ameríku, svona til að taka stór dæmi – ja eða í einhverju litlu samfélagi eins og eigendum landaskika í eyðibyggð, þá fylgja samfélög stjórnunarleiðum, sem oftast byggja á einhverju lýðræði. Ég vil alla vega trúa því.

Ef við samþykkjum að undirgangast slíkt lýðræði, er mikilvægt að taka þátt í því. Það er ekki sama og segja að það sé mikilvægt að samþykkja allt sem er ákveðið – heldur felst mikilvægið í að taka þátt í þeim ferlum sem leiða til ákvörðunartöku – og ef maður lendir í minnihluta við endanlega ákvörðun – á samt að taka þátt, eins og maður hafi samþykkt það sem meirihlutinn ákveður.

Þess vegna er mikilvægt að segja sínar skoðanir áður en kemur að endanlegri ákvörðunartöku.

Ég er ekki í LSG, enda ekki landeigandi í friðlandi Hornstranda eða í Grunnavíkurhreppi, en ég ber hagsmuni þessara samfélaga mjög fyrir brjósti. Ég á það því stundum til að fara aðeins yfir strikið, þó ég reyni að vera hlutlaus.

Þannig fullyrti ég í bloggi, ekki alls fyrir löngu, að engar fundargerðir hefðu komið frá kynningarfundum sem haldnir voru á Ísafirði og í Reykjavík, um þá væntanlega “Stjórnunar- og verndaráætlun”, sem verður til umræðu á Ísafirði í dag. Þarna fór ég ekki með rétt mál – því eftir að hafa kafað vel og lengi ofan í málin – fann ég fundargerðir. Mér er því ljúft að biðja viðkomandi afsökunar á að hafa farið með rangt mál.

Á móti kemur – að ef ég þurfti að hafa mikið fyrir því að finna þetta…. þá gætum við verið fleiri í veröldinni sem ekki fundu þetta – og það er e.t.v. boðskapurinn – að það þarf að bæta samskipti milli aðila.

En – til að enda þetta – ætla ég ekki að vísa í nefndar fundargerðir, heldur bið ykkur um að leita að þeim – en ég bendi hér á skjal, sem gott er að hafa til hliðsjónar, og hugsa til þess að við þurfum að bera hag LSG fyrir brjósti, og styrkja það sem best við getum.

Aðalfundur LSG 2016

EnglishUSA