Söfnun

Þar kom að því! Þessi heimasíða hefur verið í netheimium frá miðju ári 2005 – og hefur aldrei staðið að neinni söfnun ………. en NÚ er komið að því .

Við ætlum að safna undirskriftum – eða innskriftum – eða…. hvað sem maður á nú að kalla þetta.

Þannig er, að WordPress forritið býður upp á þann möguleika að láta skrásetja sig, án þess að það hafi neitt með trúmál að gera. Með því að skrá netfang sitt og nafn,- og skrá leyniorð sem enginn getur séð – og bíða svo uns ég hef samþykkt viðkomandi, ætti að vera auðveldara að skrifa athugasemdnir við þá Bloggpósta og á blaðsíður sem síðan birtir.

Hægra megin við texta síðunnar myndast e.k. listi. Efst er leitargluggi sem hægt er að nota – jú einmitt sem leitarglugga. Sláið inn einhverju orði og athugið hvort síðan inniheldur orðið. Næst er tenging við Fljótavík.is á Facebook. Þá kemur listi yfir algengustu stikkorð, og svo listi yfir nýjustu athugasemdir – og lokst þar fyrir neðan kemur SKRÁNING. Veljið Register, og skráið ykkur.

Allir fá skráningu sem “áskrifandi” til að byrja með – en seinna kæmi vel til greina að opna fyrir möguleika til þeirra sem það vilja, að geta skrifað greinar á síðuna. Einnig væri hægt að setja myndasöfn beint inn, en til þess gæti þurft smá þolinmæli

En – sem sagt: Eftir skráningu – og eftir að ég hef samþykkt ykkar fyrsta “comment” (Smilykall er nóg :), á að vera auðveldara að skrifa athugasemdir við hvað sem er.

Mynd tekin rétt við Atlastaði

2 Replies to “Söfnun”

  1. Rétt að hnykkja á því, að kerfið skráir bara nafnið ykkar og netfang. Það leyniorð sem þið notið, skráist EKKI þannig að neinn sjái það. Ef þið gleymið leyniorðinu þarf að skrá sig aftur.

Comments are closed.

EnglishUSA