Leiðbeiningar með Myndasíðum

Fyrir nokkru kom ábending um :

1)     Að það gæti verið flókið fyrir fólk að átta sig á slides sýningarvélinni.  Reynt er að bregðast við, með því að hafa hlekk, sem vísar í leiðbeiningar á sérstakri síðu, sem hægt er að fara inn á með því að velja leiðbeiningarnar úr fellistikunni Myndir – og eins á hverju myndasafni fyrir sig. Þetta er nú þegar komið.

2)      Það væri eðlilegra að raða myndasöfnunum í öfugri tímaröð – í þeirri meiningu að nýjustu söfnin (í tímaröð) séu efst.  Þetta er auðsótt mál – en ég er ekki búinn að gera þetta – geri þó fljótlega.

Uppfært: Búið er að snú röð myndasafna við – nýjasta myndatökudagsetning á nú að vera efst

Ásgeir

EnglishUSA