Frétt frá árinu 1910

Það er ekki endilega markmið ritstjóra að vera fyrstur með fréttir. Það er frekar markmið að frétt hafi einhver tengsl við byggðina í Fljóti.

Hér kemur frétt sem segir frá því að mótorbátur hafi sokkið á Fljótavík, og ekki náðst upp aftur. Það virðist ekki skipta neinu máli hvort báturinn hét eitthvað, eða hversu stór hann var. Einnig virðist aukaatriði hvort einhver var um borð eða hvort allir hafi nú bjargast ef einhverjir voru um borð.

Fréttin hér að ofan er úr blaðinu Vestra sem var gefið út 24. september 1910. Seinni fréttin, sem er hér fyrir neðan, er úr Þjóðviljanum frá 12. okt. 1910.

Það er freistandi að halda að strax þarna árið 1910 hafi fjölmiðlar verið byrjaðir að vinna sínar fréttir upp úr fréttum sem þeir hafa lesið í öðrum fjölmiðli. Vélbátur í stað mótorbáts og ekki náðst á flot í staðinn fyrir ekki náðst upp.

Og svo gerir maður þetta sjálfur……. 🙂

EnglishUSA