Ég var búinn að lofa myndum….. .

Fyrir viku birti ég stuttan póst þar sem ég sagðist vera nýkominn úr örstuttri ferð í  og úr Fljóti.  Ég lofaði myndum – og þær eru 160 talsins, teknar á 3 síma og Canon myndavél. Sumar myndirnar eru næstum eins, enda stóð fólk í nánast sömu sporum að taka myndir af sömu hlutum. Ég læt þetta vera þannig. Í einhverjum tilfellum hef ég skrifað texta til hægri við myndirnar – og mæli eindregið með að þið gerið athugasemdir líka.

Sjón er sögu ríkari………

2016-06: MI, HNÁ og ÁÁ

 

Vormyndir úr Fljóti

Sunnudaginn 29.maí 2016 flugu Ásmundur Guðnason og Edward Finnsson á flugvélinni TF-DVD frá Reykjavík og í Fljót. Lent var á grasbraut. Þeir gistu eina nótt og héldu aftur suður seinni part 30.maí.

AG051608Ásmundur tók nokkrar myndir, sem tala sínu máli. Snjó hefur mikið til tekið upp á láglendi.

Augljóst er að gamli farvegur árinnar hefur fyllst af grjóti, sem þá hefur orðið að fyrirstöðu fyrir vatnið sem því hefur leitað upp úr gamla farveginum og hreinsað burt jarðveg og gróður beggja vega við gamla árfarveginn.

Auk þess að skoða hvort eitthvað alvarlegt væri að  í bústöðunum reyndu þeir að auðvelda leið Bæjarárinnar niður sinn gamla farveg fyrir ofan Bárubæ.

AG051606

Ásmundur birti þessar myndir á Facebooksíðu sinni, en gaf leyfi til birtingar hér á síðunni.

EnglishUSA