Stutt ferð í Fljót >

Ritstjóri átti þess kost að skjótast í tveggja nátta / þriggja daga ferð í Fljót í vikunni sem er að líða.

Áður hefur komið fram að snjó hefur tekið upp á láglendi. En það kom okkur á óvart hversu langt gróður eins og gras, hvönn, blágresi, og bara blóm yfir höfuð eru komin í þroska sínum. Blágresisbrekkur skörtuðu næstum því sínu fegursta – það vantaði í það minnsta ekki mikið upp á það.

IMG_4371
Mynd af óskjaftinum, tekin laust eftir flugtak með TF-VIK, seinni part dags 15.júní 2016. Ósinn er þarna tiltölulega opinn og sýnist mönnum falla mun meira út úr honum þetta vorið en mörg undanfarin vor og sumur.

Þá er jarðvegur óvenju þurr, og má ekki hreyfa mikið við honum án þess að það rykist.

En, ég er kominn með fullt af myndum – sem reyndar eiga ekki allar erindi á þessar síður – en margar munu birtast hér fljótlega.

Á myndinni hér í þessum pósti, má greina skriðu sem fallið hefur úr Bæjarfjalli fyrir innan eða eins og málvenja er að segja – framan við Atlatungu. Skriðan fór af stað uppi í fjallinu, og náði að renna niður á og út fyrir Hjallann, og alveg niður undir jafnsléttu.IMG_4457[1]

Betri myndir af þessari skriðu og öðrum sjáanlegum afleiðingum af mikilli úrkomu seint á síðasta sumri, má sjá á væntanlegum myndum.

Læt þetta duga í bili.

Gleðilega þjóðhátíð.

Ásgeir

One Reply to “Stutt ferð í Fljót >”

Comments are closed.

EnglishUSA