Enn erlendis…..

IMG_3311Aldrei þessu vant, hef ég nú verið rukkaður um það hvers vegna ekkert hafi komið frá mér á föstudaginn. Því er til að svara að ég er enn erlendis, svo – kveðja frá útlandinu.

Ásgeir

“Enginn maður er eyland…..”

Enskur prestur og skáld, sem hét John Dunn, og var uppi á 16.öld notaði textann í yfirskriftinn – “No man is an island” – í bálki sem lýsti því hvernig hlutirnir hanga saman í tilverunni. Ef grannt er skoðað komum við öll veröldinni við.

TF-REB við Kögur
Mynd tekin að hausti 1969 af flugvél í fjörunni í Fljótavík. Myndin kom frá Edward Finnssyni

Eins og ég hef rætt áður þá get ég ekki haldið þessari síðu endalaust í gangi – því það er ekki svo mikið eftir hjá mér eða í mínu minni, sem ég hef ekki birt þá þegar – og – ég skálda ekki staðreyndir. “Enginn maður er eyland…..”

Þess vegna er það svo mikilvægt að fá eitthvað að moða úr, og þar á meðal ljósmyndir, hvort sem þær eru glænýjar eða eld gamlar.

Myndir Ásmundar Guðnasonar, Continue reading ““Enginn maður er eyland…..””

EnglishUSA