Óbyggðarnefnd! – Ferlið hafið ………

Útgefið 22. feb. 2020 Ásgeir

Óbyggðanefnd hefur hafið yfirreið í Ísafjarðarsýslum. Friðland Hornstranda fylgir þar með.

Nefndin hefur tilkynnt fjármála- og efnahagsmálaráðherra að svæði 10B hafi verið tekið til meðferðar. Ráðherra er gefinn frestur til 2.mars 2020 til að láta vita hvað ráðamenn vilja telja sem þjóðlendu.

Kröfur verða síðan kynntar þeim sem teljast eigendur svæðisins Gefinn verður frestur til að lýsa sjónarmiðum og kröfum eigenda.

Þegar allir kröfufrestir eru liðnir rannsakar Óbyggðanefnd málin og felur Þjóðskjalasafni að leita í heimildum. Að öllu þessu loknu, úrskurðar nefndin.

Fyrirsvarsmaður ?

Eins og margoft hefur komið fram á þessari heimasíðu, er mikilvægt að eigendur hafi allt sitt á þurru. Þá er líka mikilvægt að fyrirsvarsmenn jarða í dreifðri eignaraðild hafi verið skráðir hjá sýslumanni. Fyrirsvarsmaður er skráður fyrir jörðina Atlastaði í Fljóti. Málið er einfalt hvað Glúmsstaði og Tungu varðar.

En hvað með Geirmundastaði /Skjaldabreiðu. Er fyrirsvarsmaður skráður hjá sýslumanni. Bent skal á “Lög um landamerki o.fl.

Ég veit, að margir sem tengjast öðrum víkum og eignum í friðlandinu, líta inn á þennan vef….. svo – eruð þið með allt á hreinu?

Þetta er farið í gang.

Ábúendatal

Ég hef margoft bent á að í mörgum tilfellum eru upplýsingar á síðu sem stendur á bak við niðurfellingalista. Þannig er sem dæmi, síða sem heitir Ábúendatal – og er svo yfirlit yfir jarðirnar þrjár sem lengst af voru í Fljóti áður en Geirmundastaðir/Skjaldabreiða kom til.

Prufið að klikka á svona flipa….. eða veljið þetta:

Ný síða undir “Sögur og óflokkað”

Eignartengsl núverandi eiganda landnámsjarðarinnar Atlastaðir í Fljóti, eru rakin til ársins 1906, þegar tvenn hjón keyptu og fluttu á jörðina.

Nýlega var bent á tengsl við bændur í Fljóti á undan þessum hjónum.

Hér skal nú bent á frásögn af Friðriki Geirmundssyni, sem var bróðir Júlíusar.

Þessi frásögn er sett í flipa undir “Sögur og óflokkað” og á að finnast við að færa bendil á þann flipa og skruna þar niður. Einnig má bara velja þennan “hnapp” :

Hlekkir – tengingar – linkar …….

Þessi síða er að miklu byggð á tengingum í upplýsingar sem eru á öðrum síðum. Meðal annars eru tengingar í dagblöð – og svo vikublöð eins og Bæjarins besta. Svona tengingar eru þeirrar náttúru, að ef breyting verður á því hvar síðan er stödd – rofna tengingarnar.

Það er ekki gaman – ó nei – hundfúllt – og vesen.

Sá sem reynir að lappa upp á tengingar, rekur sig á alls konar veggi sem þarf að klífa yfir….. og ég er nú ekki sá fimasti í að klifra …. í tvöfaldri meiningu.

Bæjarins besta, sem var með .pdf útgáfur af blaðinu á netinu – er löngu horfið – og ekki komið inn á www.timarit.is , en þar enda samt flest svona blöð – svo ég þarf þá að leita þar og reyna að tengja á ný………. en seinna….. og svo gleymist það.

Í augnablikinu veit ég um yfir 50 tengingar sem hafa rofnað svona.

Fyrir kemur að hægt er að redda svona tengingum með lítilli fyrihöfn – og þá er gaman – og alveg sérstaklega ef líklegt er að sem fæstir hafi orði varir við að hlekkurinn hafi yfirleitt rofnað.

Dæmi um tengingu sem datt út í smá tíma, en hefur verið uppfærð, er hér….. veljið hlekkinn:

Uppfærð síða – Ábúð Atlastaða

Ein af fellistikum síðunnar ber heitið “Ábúendatal”. Þar eru listar um ábúð þeirra þriggja jarða sem lengst af voru í Fljóti, auk þeirrar fjórðu sem kom til á tuttugustu öldinni.

Listarnir eru unnir upp úr “Biblíunni” – Sléttuhreppsbókinni. En – voru listarnir tæmandi á þeim tíma? Var vitað um bændur allra tíma – eða vantar einhverja á listann? Hversu tæmandi rannsóknarvinnan fór fram – og hvar var leitað heimilda.

Ekki má rugla saman ábúendum – og hverjir áttu heima á jörðunum. Auðvitað voru þarna börn og vinnufólk.

En hafa skal það er sannara reynist, svo látið endilega vita ef eitthvað stingur í augun – eða þið vitið betur.

Það sem ég var að gera núna, var að benda að það var ekki alveg út í bláinn að Júlíus Geirmundsson og Margrét Katrín Guðnadóttir fluttu með mökum sínum að Atlastöðum. Skoðið listann.

EnglishUSA