Fallegt myndband um Hornstrandir

Ekki er liðin vika frá því að það þurfti að bjarga göngufólki úr Hvestudölum í Fljótavík. Það er áminning um að helst ætti fólk ekki að vera eitt á ferð.

En fólk er samt eitt á ferð, og gengur bara ágætlega, hvort sem það er hrein heppni, eða vegna skipulags og reynslu. Eitt er víst, og sést aftur og aftur, hversu mikilvægt það er að hafa pantað gott veður.

Hér skal vísað í myndband sem sýnir rölt einstaklings. Hann fer meðal annars yfir Kjöl á leið frá Látrum til Fljótavíkur, en fer svo inn fyrir vatnið og tjaldar á Glúmsstöðum. Heldur svo. áfram yfir Þorleifsskarð, og er þá úr sögu Fljótavíkur. Gangan um “okkar” svæði byrjar 6 mínútum inni í myndbandinu og varir í um eina mínútu.

En allt er myndbandið vel gert og fallegt, og þess virði að skoða það.

Græjur

Takið sérstaklega eftir því, að maðurinn er með einn bakpoka, sem ekki virðist sérstaklega stór – það er allt og sumt – en hann er samt með græjur eins og öflugan hleðslubanka, sólarrafhlöðu, stóran þrífót sem hann notar oft til að sýna sjálfan sig á göngu……. og…

…svo er hann með dróna….. í þessum bakpoka. Takið eftir því, þegar hann sýnir okkur myndir úr drónanum (sem hann má ekki vera með samkvæmt nýsamþykktri verndaráætlun um friðlandið), hversu skítsama fuglunum er um þetta flygildi.

Það hefði verið nær að banna yfirflug farþegaþota í farflugshæð – það er örugglega meiri truflun af því………

Hvar er Fljót…..( a )…..vík ?

Vorið 2008 gaf Háskóli Íslands út BS-ritgerð Rannveigar Guðmundsdóttur, sem bar heitið Viðhorf landeigenda á Hornstrandasvæðinu til nýtingar svæðisins fyrir ferðamennsku . Þarna kemur margt fram, og ég bendi ykkur á að lesa þetta. En, ég leyfi mér að afrita neðanritaðan texta :

” Í daglegri umræðu eru mörk Hornstranda mjög á reiki og er gjarnan talað um Hornstrandafriðland og sunnanverða Jökulfirði sem eitt svæði undir nafninu Hornstrandir (fyrrum Sléttu- og Grunnavíkurhrepp). Samkvæmt Þórleifi Bjarnasyni (1983) eru Hornstrandir hins vegar það svæði sem nær frá Kögri í Fljótavík og austur að Geirólfsgnúpi. Núlifandi Hornstrendingar hafa haldið þessari skilgreiningu við en víðari skilgreining er gjarnan notuð í leiðsagnabókum (Páll Ásgeir Ásgeirsson, 2007) og meðal almennings…… (sleppt úr) …. Hornstrandasvæði er samheiti sem notað er af Ísafjarðabæ, umsjónaraðila svæðisins, yfir fyrrum Sléttu- Grunnavíkur- og Snæfjallahrepp. “

Hornstranda friðland, Hornstrandir, Hornstrandasvæði……: Svo mörg voru þau orð


	

Bryggjuframkvæmdir: Enn fleiri myndir

Forsíðumynd: Örn Ingólfsson , seint í júní 2019

14 myndum hefur verið bætt í myndasafnið “Bryggjuframkvæmdir”. Þessar myndir koma frá Ásmundi Guðnasyni og Erni Ingólfssyni.

Þar með eru myndirnar orðnar 120. Í þetta sinn vel ég að bæta myndunum beint inn – aftast í safnið.

Á Facebooksíðu sinni skrifar Ásmundur Guðnason, þann 27.júní 2019 : “ Fórum enn eina ferđina um síđustu helgi – sem var síđasta steyputőrnin og ađeins eftir ađ ganga frá steinum og grjóti í fjőrunni og fjarlægja vélar og tæki vonandi í næstu viku. “

Hlekkur í myndasafnið: https://fljotavik.is/bryggjuframkvaemdir/Forsíðumynd

Tapað – fundið

Mynd: Ásmundur Guðnason

Fyrir löngu gerði ég uppkast af “bloggi”, sem ég svo birti aldrei. Það kom nú bara til af því að ég týndi þessu í tölvunni. Mér sýnist þetta þó eiga tilverurétt enn í dag, þó nú sé aðeins eftir að klára að ganga frá umhverfis bryggjuna – svo ég læt þetta flakka. Aðalatriðið var að benda á hlekkinn neðst á síðunni – og athugið að þegar kortið opnast koma fram upplýsingar ef þið “klikkið” á bláa punktinn.


Áður hefur komið fram að sótt hafi verið um styrk til að auka öryggi þeirra sem koma sjóleiðis til Fljótavíkur. Flestar ferðir hefjast á Ísafirði – og þar sem markmiðið er að ferja farþega og vistir “upp á land” , er ekki lagt af stað í slíka ferð, nema útlit sé fyrir að verjandi sé að koma öllu upp í fjöru.

FRamhald hér