Vindhraði við Straumnesvita

Það var merkilegt að fylgjast með vindhraðamælingum á annesjum Vestfjarða, í óveðrinu sem var að ganga yfir.

Vindhraðinn náði um 42 metrum á sekúndu í hviðum.

Munur á rauðu línuni og þeirri bláu er minni en oft sést, sem merkir að stöðugur vindur var nálægt hámarksvindhraða, langtímum saman.

Tengill á mælingar við Straumnesvita

Frétt frá árinu 1910

Það er ekki endilega markmið ritstjóra að vera fyrstur með fréttir. Það er frekar markmið að frétt hafi einhver tengsl við byggðina í Fljóti.

Hér kemur frétt sem segir frá því að mótorbátur hafi sokkið á Fljótavík, og ekki náðst upp aftur. Það virðist ekki skipta neinu máli hvort báturinn hét eitthvað, eða hversu stór hann var. Einnig virðist aukaatriði hvort einhver var um borð eða hvort allir hafi nú bjargast ef einhverjir voru um borð.

Fréttin hér að ofan er úr blaðinu Vestra sem var gefið út 24. september 1910. Seinni fréttin, sem er hér fyrir neðan, er úr Þjóðviljanum frá 12. okt. 1910.

Það er freistandi að halda að strax þarna árið 1910 hafi fjölmiðlar verið byrjaðir að vinna sínar fréttir upp úr fréttum sem þeir hafa lesið í öðrum fjölmiðli. Vélbátur í stað mótorbáts og ekki náðst á flot í staðinn fyrir ekki náðst upp.

Og svo gerir maður þetta sjálfur……. 🙂

Tapað – fundið

Mynd: Ásmundur Guðnason

Fyrir löngu gerði ég uppkast af “bloggi”, sem ég svo birti aldrei. Það kom nú bara til af því að ég týndi þessu í tölvunni. Mér sýnist þetta þó eiga tilverurétt enn í dag, þó nú sé aðeins eftir að klára að ganga frá umhverfis bryggjuna – svo ég læt þetta flakka. Aðalatriðið var að benda á hlekkinn neðst á síðunni – og athugið að þegar kortið opnast koma fram upplýsingar ef þið “klikkið” á bláa punktinn.


Áður hefur komið fram að sótt hafi verið um styrk til að auka öryggi þeirra sem koma sjóleiðis til Fljótavíkur. Flestar ferðir hefjast á Ísafirði – og þar sem markmiðið er að ferja farþega og vistir “upp á land” , er ekki lagt af stað í slíka ferð, nema útlit sé fyrir að verjandi sé að koma öllu upp í fjöru.

FRamhald hér

Fleiri myndir

Nú hefur 10 myndum verið bætt í myndasafnið sem sýnir framþróun bryggjuframkvæmda í Fljótavík. Flestar eru myndirnar aftarlega í safninu, teknar 15. – 16. júní 2019 af Ása Guðna, og takk fyrir það.

Þarna er sem dæmi mynd sem tekin er utar á Kögri og sýnir að þaðan frá séð er ekki margt sem bendir til þess að þarna sé kominn steyptur veggur.

En skoðið myndasafnið með því að velja hlekkinn.

EnglishUSA