Óbyggðarnefnd! – Ferlið hafið ………

Útgefið 22. feb. 2020 Ásgeir

Óbyggðanefnd hefur hafið yfirreið í Ísafjarðarsýslum. Friðland Hornstranda fylgir þar með.

Nefndin hefur tilkynnt fjármála- og efnahagsmálaráðherra að svæði 10B hafi verið tekið til meðferðar. Ráðherra er gefinn frestur til 2.mars 2020 til að láta vita hvað ráðamenn vilja telja sem þjóðlendu.

Kröfur verða síðan kynntar þeim sem teljast eigendur svæðisins Gefinn verður frestur til að lýsa sjónarmiðum og kröfum eigenda.

Þegar allir kröfufrestir eru liðnir rannsakar Óbyggðanefnd málin og felur Þjóðskjalasafni að leita í heimildum. Að öllu þessu loknu, úrskurðar nefndin.

Fyrirsvarsmaður ?

Eins og margoft hefur komið fram á þessari heimasíðu, er mikilvægt að eigendur hafi allt sitt á þurru. Þá er líka mikilvægt að fyrirsvarsmenn jarða í dreifðri eignaraðild hafi verið skráðir hjá sýslumanni. Fyrirsvarsmaður er skráður fyrir jörðina Atlastaði í Fljóti. Málið er einfalt hvað Glúmsstaði og Tungu varðar.

En hvað með Geirmundastaði /Skjaldabreiðu. Er fyrirsvarsmaður skráður hjá sýslumanni. Bent skal á “Lög um landamerki o.fl.

Ég veit, að margir sem tengjast öðrum víkum og eignum í friðlandinu, líta inn á þennan vef….. svo – eruð þið með allt á hreinu?

Þetta er farið í gang.

Ný síða undir “Sögur og óflokkað”

Eignartengsl núverandi eiganda landnámsjarðarinnar Atlastaðir í Fljóti, eru rakin til ársins 1906, þegar tvenn hjón keyptu og fluttu á jörðina.

Nýlega var bent á tengsl við bændur í Fljóti á undan þessum hjónum.

Hér skal nú bent á frásögn af Friðriki Geirmundssyni, sem var bróðir Júlíusar.

Þessi frásögn er sett í flipa undir “Sögur og óflokkað” og á að finnast við að færa bendil á þann flipa og skruna þar niður. Einnig má bara velja þennan “hnapp” :

Tapað – fundið

Mynd: Ásmundur Guðnason

Fyrir löngu gerði ég uppkast af “bloggi”, sem ég svo birti aldrei. Það kom nú bara til af því að ég týndi þessu í tölvunni. Mér sýnist þetta þó eiga tilverurétt enn í dag, þó nú sé aðeins eftir að klára að ganga frá umhverfis bryggjuna – svo ég læt þetta flakka. Aðalatriðið var að benda á hlekkinn neðst á síðunni – og athugið að þegar kortið opnast koma fram upplýsingar ef þið “klikkið” á bláa punktinn.


Áður hefur komið fram að sótt hafi verið um styrk til að auka öryggi þeirra sem koma sjóleiðis til Fljótavíkur. Flestar ferðir hefjast á Ísafirði – og þar sem markmiðið er að ferja farþega og vistir “upp á land” , er ekki lagt af stað í slíka ferð, nema útlit sé fyrir að verjandi sé að koma öllu upp í fjöru.

FRamhald hér

Of lítið – hæfilegt – of mikið

Ég dunda mér við að skoða eitt og annað á netinu. Áhugasviðið tengist óneitanlega mörgu – dreifist – en eitt er friðland Hornstranda, sérstaklega Fljótavík.

Ég hef rambað á eitt og annað sem mér finnst merkilegt – en það er ábyggilega annað eins sem ég hef ekki fundið enn.

framhald hér
EnglishUSA