Vonandi eru allir með á hreinu fyrir hvað ofanritaðir stafir – LSG – standa fyrir – sem sagt Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps.
Stjórnkerfi – hvort sem um er að ræða stór samfélög – Evrópusambandið eða Bandaríki Norður-Ameríku, svona til að taka stór dæmi – ja eða í einhverju litlu samfélagi eins og eigendum landaskika í eyðibyggð, þá fylgja samfélög stjórnunarleiðum, sem oftast byggja á einhverju lýðræði. Ég vil alla vega trúa því.
Ef við samþykkjum að undirgangast slíkt lýðræði, er mikilvægt að taka þátt í því. Það er ekki sama og segja að það sé mikilvægt að samþykkja allt sem er ákveðið – heldur felst mikilvægið í að taka þátt í þeim ferlum sem leiða til ákvörðunartöku – og ef maður lendir í minnihluta við endanlega ákvörðun – á samt að taka þátt, eins og maður hafi samþykkt það sem meirihlutinn ákveður.
Þess vegna er mikilvægt að segja sínar skoðanir áður en kemur að endanlegri ákvörðunartöku.
Ég er ekki í LSG, enda ekki landeigandi í friðlandi Hornstranda eða í Grunnavíkurhreppi, en ég ber hagsmuni þessara samfélaga mjög fyrir brjósti. Ég á það því stundum til að fara aðeins yfir strikið, þó ég reyni að vera hlutlaus.
Þannig fullyrti ég í bloggi, ekki alls fyrir löngu, að engar fundargerðir hefðu komið frá kynningarfundum sem haldnir voru á Ísafirði og í Reykjavík, um þá væntanlega “Stjórnunar- og verndaráætlun”, sem verður til umræðu á Ísafirði í dag. Þarna fór ég ekki með rétt mál – því eftir að hafa kafað vel og lengi ofan í málin – fann ég fundargerðir. Mér er því ljúft að biðja viðkomandi afsökunar á að hafa farið með rangt mál.
Á móti kemur – að ef ég þurfti að hafa mikið fyrir því að finna þetta…. þá gætum við verið fleiri í veröldinni sem ekki fundu þetta – og það er e.t.v. boðskapurinn – að það þarf að bæta samskipti milli aðila.
En – til að enda þetta – ætla ég ekki að vísa í nefndar fundargerðir, heldur bið ykkur um að leita að þeim – en ég bendi hér á skjal, sem gott er að hafa til hliðsjónar, og hugsa til þess að við þurfum að bera hag LSG fyrir brjósti, og styrkja það sem best við getum.


„Stjórnunar- og verndaráætlun“ Umhverfisstofnunar vegna friðlandsins á Hornströndum var birt 15.febrúar 2019, og er ætlað að gilda fyrir 10 ára tímabil – eða frá upphafi árs 2019 til loka árs 2028. Áætlunin er upp á 50 blaðsíður, og tekur á mörgum málum. Á blaðsíðu 8 er listi yfir þá sem skipuðu samstarfshópinn sem vann að stefnumótuninni, og má telja að „heimamenn“…………..
„Samfélagið“ , útvarpsþáttur í Ríkisútvarpinu, birti viðtal við Kristínu Ósk Jónasdóttur, landvörð í friðlandi Hornstranda, þann 18.júní 2018, þar sem farið er yfir drögin. Framtakið er þakkarvert, og skal bent á að hlusta á viðtalið, sem opnast með því að