Hvar er Fljót…..( a )…..vík ?

Vorið 2008 gaf Háskóli Íslands út BS-ritgerð Rannveigar Guðmundsdóttur, sem bar heitið Viðhorf landeigenda á Hornstrandasvæðinu til nýtingar svæðisins fyrir ferðamennsku . Þarna kemur margt fram, og ég bendi ykkur á að lesa þetta. En, ég leyfi mér að afrita neðanritaðan texta :

” Í daglegri umræðu eru mörk Hornstranda mjög á reiki og er gjarnan talað um Hornstrandafriðland og sunnanverða Jökulfirði sem eitt svæði undir nafninu Hornstrandir (fyrrum Sléttu- og Grunnavíkurhrepp). Samkvæmt Þórleifi Bjarnasyni (1983) eru Hornstrandir hins vegar það svæði sem nær frá Kögri í Fljótavík og austur að Geirólfsgnúpi. Núlifandi Hornstrendingar hafa haldið þessari skilgreiningu við en víðari skilgreining er gjarnan notuð í leiðsagnabókum (Páll Ásgeir Ásgeirsson, 2007) og meðal almennings…… (sleppt úr) …. Hornstrandasvæði er samheiti sem notað er af Ísafjarðabæ, umsjónaraðila svæðisins, yfir fyrrum Sléttu- Grunnavíkur- og Snæfjallahrepp. “

Hornstranda friðland, Hornstrandir, Hornstrandasvæði……: Svo mörg voru þau orð


	

Lendingaraðstaða fyrir smábáta

Hef þetta stutt núna. Vafalítið hafa flestir sem hingað koma, séð allar eða flestar af þeim myndum sem hafa verið að birtast á Facebooksíðum þeirra sem hafa tekið þátt í því umfangsmikla verkefni að bæta aðstöðu til að taka á móti fólki í fjörunni í Fljótavík

Hér vísa ég á myndir frá Ásmundi Guðnasyni, Eward Finnssyni, Hjörvari Frey Hjörvarssyni, Magnúsi Helgasyni og Jóni Arnari Sigurþórssyni.

Farið með bendil á Myndir flipann og þá opnast fellistika þar sem efst er Bryggjuframkvæmdir……. eða veljið bara þennan hlekk – og njótið.

Um frestunaráráttu ………..

Það eru til alls konar orðatiltæki eða orðaleikir í kring um það hugtak að fresta einhverju. Sem dæmi er stundum sagt, að maður “eigi aldrei að gera í dag, það sem maður getur látið einhvern annan gera fyrir sig á morgun” .

En – þannig er…… að síðunni hefur borist tölvupóstur frá Minnjastofnun, vegna fyrirspurnar um tilvist og verustað skálatóftar Vébjarnar Sygnakappa.

Ég var nýbúinn að óska öllum gleðilegs árs, með því að nýta mér eldri ritvinnslumöguleika, og svo kom þessi tölvupóstur Minnjastofnunar. Ég fór að reyna að skrifa um hann með nýju ritvinnslukerfi – og það gekk ekki allt of vel – en það tókst þó að ljúka síðunni.

Panorama mynd (áá) – frá Kögri lengst til vinstri og inn fyrir Fljótsskarð – að Tunguhorni lengst til hægri

En – ég var sem sagt nýbúinn að óska öllum gleðilegs nýss ár árs – og því ákvað ég að bíða með að birta fyrstu síðuna í nýju kerfi – og hellti í staðinn úr pirringsskálum mínum – og notaði teiknaða mynd af ákveðinni önd, sem á ensku ber sama fornafn og forseti Bandaríkjanna.

Ég ákvað sem sagt að fresta því að birta þetta……. en nú get ég bara ekki frestað þessu lengur – svo veljið þennan hlekk: https://fljotavik.is/?page_id=9732

Gönguleiðarlýsingar

Að öðrum ólöstuðum, hefur þessi heimasíða ekki fengið meira aðsent efni frá neinum en frá Gunnari Þórðarsyni. Gunnar er barnabarn Júlíusar Geirmundssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. 

Gönguleiðarlýsingar Gunnars eru ítarlegar og skreyttar skemmtilegum og fróðlegum sögum, auk þess sem mikið af örnefnum koma fram í þeim. 

Í  dag skal bent á lýsingu Gunnars á svæðinu frá Bæjarnesi og að Grundarenda, þ.e.a.s því sumarbústaðasvæði þar sem flestir bústaðir Fljóts eru.

Ásgeir 

 

Föstudagspistill 18.apríl 2014

Nú verður það stutt.

1)    Fyrst legg ég áherslu á að fólk lesi “bloggið” hér fyrir neðan um Óbyggðanefnd og mikilvægi þess að koma þinglýsingarskjölum í lag – og viðhalda því svo í lagi! Í því sambandi bendi ég líka á yfirsíðuna “Landeigendur“.

Um páska er fólk að fara landshluta á milli – eldri og yngri kynslóðir hittast – notið tækifærið og ræðið þetta!

2)    Ég læði stundum inn nýjum tengingum í “Tímalínuna” – og sem dæmi bendi ég á að við ártalið 1949 er nýr hlekkur um Gunnvör og eins við árið 1974 þar sem er hlekkur í viðtal við Helga Geirmundsson vegna ísbjarnarins.

3)   Þá birti ég afrit af friðunarskjali skálatóftar Vébjarnar signakappa. Í skjalinu kemur fram að eigendum jarðarinnar beri að varðveita skjalið. Mér segir nú svo hugur um að þann 16.júní 1946 hafi þetta skjal ekki verið efst í huga þeirra eigenda jarðarinnar sem síðastir yfirgáfu víkina fögru – en það væri nú samt gaman að vita hvort einhver viti hvort þetta (frumrit) hafi verið varðveitt einhvers staðar allan þennan tíma?

…þetta varð nú bara lengra en til stóð….

Ásgeir

EnglishUSA