Ég hef viljandi haldið mér frá því að setja inn myndir á heimasíðuna https://fljotavik.is/ . Það hafa verið nokkrar ástæður fyrir því, eins og:
1) Það er hreinlega mikilvægara að reyna að safna upplýsingum (á textaformi) um hið liðna – því myndirnar bíða bara…
2) Það litla sem ég hafði séð af möguleikum forritsins “WordPress” til að sýna myndir, höfðaði einhvern vegin ekki til mín….
3) Gamla myndasíðan – www.123.is/fljotavik , er enn virk og þeir sem vissu það gátu bara farið þangað….. og …
4) Myndir taka töluvert pláss á netinu – og fyrst myndir voru áður komnar – samanber 3) – þá lá bara ekkert á því.
En – einhvern tíma verður maður að byrja á þessu – og hér kemur það. Ég birti í dag myndir undir : www.fljotavik.is > Myndir > Myndir 2010 . Þessar myndir eru sérstakar – þar sem þær eru frá “vinnuferð” í Fljótavík – um hávetur! Örn Ingólfsson flaug með valinkunna menn í ferbrúar – og lenti í sandfjörunni í ósnum. Hann gekk um hluta af láglendi Atlastaðalands og tók þær myndir sem nú birtast hér. Notfærið ykkur möguleikann á að skrifa undir myndirnar – líkt og á Facebook. Ásgeir
Like this:
Like Loading...