“Það var um þetta leyti…….”

Þannig hefst eitt af lögum Baggalúts, nú eða Baggalútar, sem mikið er spilað í desember.

En 18. maí er sérstakur dagur í sögu Fljótavíkur, því það var þennan dag árið 1974, sem ísbjörn var (síðast) veginn í Fljótavík. 48 ár er ekki langur tími í sögu Fljótavíkur, en langur tími í ævi manns.

Er ekki bara allt í lagi að kíkja á söguna. Veljið hnappinn:

Innrásarpramminn á hafsbotni

Nýlega rakst ég á umfjöllun um sjómælingar ársins 2020. Þar kemur fram að á hafsbotni í Fljótavík skannaðist innrásarpramminn sem sökk þar hegar hann var notaður við flutninga á byggingarefni milli Ísafjarðar og Fljótavíkur.

Mér vitanlega hefur frásögn um örlög prammans, ekki verið skrifuð. Ef mér skjátlast ekki eru tengsl á milli þess að pramminn sökk og þess að jeppinn góði komst aldrei til baka inn á Ísafjörð. Stundum er því haldið fram að gömlu, gengnu mennirnir – hefðu haft eitthvað með þetta að gera – þeir hafi séð notagildi í jeppanum í Fljóti.

Hér er tengin á frétt Landhelgisgæslunnar um sjómælingar

Kröflulýsing um þjóðlendumörk “í Fljóti”

Óbyggðanefnd hefur birt kröfulýsingu fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkisins um þjóðlendumörk á svæði 10B. Fljótavík fellur undir þetta svæði.

Ríkið vill lýsa svæði sitt hvorum megin við víkina sem Þjóðlendur. Annars vegar yst í Hvestu og heins vegar Almenninga vestari í norðaustanverðum Kögri.

Ekki verður hróflað við landareignum eins og þeim er þinglýst.

Kröfulýsingin sjálf er mikið plagg. Þar kemur margt fróðlegt fram, og leyfi ég mér að gera smá Copy/Paste úrdrátt úr þessu og búa til síðu vistaða undir flipanum “Örnefni” – enda koma þarna fram lýsingar sem ekki eru í örnefnalýsingum fyrir víkina.