Veðurútlitið er nú ekki allt of gott þessa tímana.
Ekki nóg með að það sé hlýtt á norðanverðum Vestfjörðum, sem telst ekki gott fyrir skíðaáhugafólk – þá er verið að spá miklum meðalvindi, með vindkviðum sem skaga upp í 40 metra á sekúndu – og það er nálægt 150 kílómetrum á klukkustund.
Um tíma kemur vindurinn frá suðvestri, sem þýðir að hann kemur beint undir skyggni nokkurra bústaða Atlastaðamegin í Fljóti.
Við krossum fingur.
Mælingar frá Straumnesvita 9.janúar 2019 kl. 22:30 sýndu vindhraða í kviðum upp í 43 metra á sekúndu – það nálgast 155 kílómetra á klukkustund.
http://www.vegagerdin.is/ferdaupplysingar/faerd-og-vedur/linurit/st139/
Fyrr að kvöldi 9.janúar – kl. 19:10 fór vindur í kviðum í 50,1 m/s, í Straumnesvita – sem gera 180,4 Km/klst. Það er vindhraði sem nær inn í bilið 178-208 km/klst – sem er skilgreining á þriðja stigs fellibil
Að morgni 10.janúar sýndu mælingar frá Straumnesvita, að vindur þar hafði gengið hægt niður og var kominn í 23 m/s í kviðum – sem telst nú samt vera sterkur vindur! Mestur varð hiti 10,8 °C um miðjan dag.
Veðurspáin gekk vel eftir – og þó vindhraði hafi náð 50 m/s á Straumnesstá – hljótum við að vona að hann hafi ekki náð þeim hæðum við bústaðina í Fljóti – en vindur gæti þó hafa farið nálægt 40 m/s þar – eða hvað haldið þið?