Bryggjuframkvæmdir: Enn fleiri myndir

Forsíðumynd: Örn Ingólfsson , seint í júní 2019

14 myndum hefur verið bætt í myndasafnið “Bryggjuframkvæmdir”. Þessar myndir koma frá Ásmundi Guðnasyni og Erni Ingólfssyni.

Þar með eru myndirnar orðnar 120. Í þetta sinn vel ég að bæta myndunum beint inn – aftast í safnið.

Á Facebooksíðu sinni skrifar Ásmundur Guðnason, þann 27.júní 2019 : “ Fórum enn eina ferđina um síđustu helgi – sem var síđasta steyputőrnin og ađeins eftir ađ ganga frá steinum og grjóti í fjőrunni og fjarlægja vélar og tæki vonandi í næstu viku. “

Hlekkur í myndasafnið: https://fljotavik.is/bryggjuframkvaemdir/Forsíðumynd

Tapað – fundið

Mynd: Ásmundur Guðnason

Fyrir löngu gerði ég uppkast af “bloggi”, sem ég svo birti aldrei. Það kom nú bara til af því að ég týndi þessu í tölvunni. Mér sýnist þetta þó eiga tilverurétt enn í dag, þó nú sé aðeins eftir að klára að ganga frá umhverfis bryggjuna – svo ég læt þetta flakka. Aðalatriðið var að benda á hlekkinn neðst á síðunni – og athugið að þegar kortið opnast koma fram upplýsingar ef þið “klikkið” á bláa punktinn.


Áður hefur komið fram að sótt hafi verið um styrk til að auka öryggi þeirra sem koma sjóleiðis til Fljótavíkur. Flestar ferðir hefjast á Ísafirði – og þar sem markmiðið er að ferja farþega og vistir “upp á land” , er ekki lagt af stað í slíka ferð, nema útlit sé fyrir að verjandi sé að koma öllu upp í fjöru.

FRamhald hér

Fleiri myndir

Nú hefur 10 myndum verið bætt í myndasafnið sem sýnir framþróun bryggjuframkvæmda í Fljótavík. Flestar eru myndirnar aftarlega í safninu, teknar 15. – 16. júní 2019 af Ása Guðna, og takk fyrir það.

Þarna er sem dæmi mynd sem tekin er utar á Kögri og sýnir að þaðan frá séð er ekki margt sem bendir til þess að þarna sé kominn steyptur veggur.

En skoðið myndasafnið með því að velja hlekkinn.

Lendingaraðstaða fyrir smábáta

Hef þetta stutt núna. Vafalítið hafa flestir sem hingað koma, séð allar eða flestar af þeim myndum sem hafa verið að birtast á Facebooksíðum þeirra sem hafa tekið þátt í því umfangsmikla verkefni að bæta aðstöðu til að taka á móti fólki í fjörunni í Fljótavík

Hér vísa ég á myndir frá Ásmundi Guðnasyni, Eward Finnssyni, Hjörvari Frey Hjörvarssyni, Magnúsi Helgasyni og Jóni Arnari Sigurþórssyni.

Farið með bendil á Myndir flipann og þá opnast fellistika þar sem efst er Bryggjuframkvæmdir……. eða veljið bara þennan hlekk – og njótið.