Ég er trassi……

IMG_3716Árið 2006, þegar farið var af stað með www.fljotavik.is var forritið Microsoft Publisher notað til að skrifa heimasíðuna. Þegar komin var mynd á síðuna, og hún búin að vera í gangi í um tvö ár, gerðist tvennt….: 

a)     ritsjóri fékk “upp í kok” af þessum skrifum, og fannst stundum eins og enginn væri að lesa þetta, eða yfir höfuð telja að hann væri að vinna nokkuð sem skipti máli …….. og…,,,,

b)     “síðan hrundi”… þannig að enginn komst inn á hana til að lagfæra neitt. Seinna fannst lausn á þessu, og síðan var byggð upp á nýtt og vistuð hjá öðrum aðila, auk þess að vera nú skrifuð í forritinu WordPress sem óneitanlega auðveldar ferlið mikið.

IMG_3718

Það var á þessu “koktímabili” sem ritstjóra voru færðar nokkrar ljósritaðar blaðsíður, sem hann leit á sem gersemi, og fór jafnvel að hlakka til þess að geta farið í gang aftur með það að uppfæra síðuna.

En á þessum niðritíma gerðist margt – við fjölskyldan þurftum að flytja út úr húsi okkar í hálft ár – og svo inn aftur – og smám saman urðu þessir pappírar ekki eins mikilvægir – og hreinlega týndust.

IMG_3720

 

Enn – nú eru pappírarnir fundnir aftur. Þarna er um að ræða…..:

Bréf skrifað í Höfn, 9.ágúst 1933, af Betúel Betúelssyni – átta mig ekki á því hver er móttakandi bréfsins, en virðist hafa snúist um Tungu
 Bréf Vernharðs Jósepssonar skrifað á Atlastöðum 25.apríl 1934 til Sölva. Þetta bréf er það sama og kom frá öðrum aðila og hefur verið hér á síðunni í hátt í áratug.
Bréf skrifað af Finnbirni Þorbjörnssyni í Miðvík, 11.september 1938 til Betúels Betúelssonar.
Iðgjaldskvittun fyrir tryggingum á Tungu fyrir 15.október 1937 til sama tíma 1938 – skráð á Betúel Betúelsson og Sölva Andrésson
Byggingarsamningur þar sem Ólafur Friðbjarnarson leigir hálfa Tungu af Betúel Betúelssyni. Virðist eftirrit – ódagsett.
 Ljósrit af kjörskrá fyrir Sléttuhrepp, vegna Alþingiskosninga, gildandi fyrir 1.júlí 1927 til 30.júní 1928.

Þá er komið að vandamálinu – trassaskapnum.

Ég kem því ekki fyrir mig hver lét mig fá þessi bréf, og þá úr hvaða fórum þau komu. Mikið væri ég þakklátur ef viðkomandi myndi hafa samband .               Netfangið er:  asgeirsson54@gmail.com

Ásgeir

4 Replies to “Ég er trassi……”

 1. Ég skoða alltaf það sem þú setur á síðuna, og mig grunar að margir aðrir geri það.
  Er enginn “hit”-teljari á síðunni?

  1. ….eeee…. nei Halli – í raun er enginn beinn teljari. Ég sé reyndar súlurit sem sýnir svona um það bil hversu margir skoða það sem ég skrifa – og þá sést það yfirleitt sem fjöldi nálægt 300. Svo get ég skoðað hvaða síður eru vinsælastar – og þannig mátti sjá að nýlega lásu margir frásögn Jósefs Vernharðssonar um komu ísbjarnarins í Fljót, eftir að einhver völvuspá spáði komu ísbjarnar á Hornstrandir nú á þessu ári. Sá póstur sem hefur fengið flesta lesendur – einhver þúsund – tengist því að ég setti þar hlekk og umræðu um komu skemmtiferðarskips í Fljótavík og myndir sem sýndu fullt af farþegum komna upp á Kamb og í fjörunni.

   En það er þarna “like” takki – reyndar svolítið neðarlega – undir möguleikanum á að deila þessu á Facebook og/eða Twitter og/eða senda með tölvupósti… og enn sem komið er, hefur enginn sett “Like”…. nema ég sjálfur, þegar ég var að prófa hvernig takkinn virkaði.

   Þessar lýsingar mínar á því að hafa fengið upp í kok á sínum tíma…… það leið hjá……. . Mig grunar þó, að það sitji margir inni með ýmislegt sem gaman væri að fá á síðuna. Ég þarf að vinna aðeins upp úr því sem ég var að ræða um hér í póstinum að ofan – en síðan fer mig að vanta eitthvað að moða úr….. og það er óneitanlega svolítið pirrandi hversu lítið skuli berast…….

   En – takk fyrir þetta, Halli

 2. Alltaf skemmtilegt að sjá svona gamla pappíra sem varða Fljótavík, takk Ásgeir

  1. Planið er að reyna að komast að því hverjir eiga heiðurinn af því að koma þessum pappírum til mín – mig minnir að par hefði komið með þetta annað hvort heim til mín eða í vinnunaþ Eftir að ég hef sannfrétt þetta, reyni ég að stauta mig í gegn um þetta og birta síðan prentaða útgáfu og skannað skjal með……… hlakka til þess

Comments are closed.

EnglishUSA