Eins og marg oft hefur komið fram á þessari síðu, er mikilvægt að landeigendur geti vísað á lýsingu á landamerkjum jarða sinna. Ekki er nóg að …..
….eigendur hafi þetta nokkurn vegin í kollinum, heldur þarf þessu að hafa verið þinglýst. Hagnýt þýðing þess, er e.t.v. ekki mikil, ef verið er að velta fyrir sér peningalegum eignum. Mikilvægið felst í því að geta staðið fast á þessu gagnvart yfirvöldum, nú þegar Óbyggðanefnd tekur svæðið fyrir.
Hér skal vísað á þinglýst landamerki Tungu með hlekk neðst á síðunni. Þar sem Glúmsstaðir eiga land að Tungu, og báðar jarðir í sömu eigu, hefur það ekki lengur hagnýtt gildi að benda á að í munnmælum hefur verið talið að jarðirnar snertist ekki, heldur séu Hvilftarárnar tvær og Almenningur á milli þeirra. Í landamerkjaskrá er áin talin vera ein og landamerkin þar.
Annað sem má velta fyrir sér: Í öllum landamerkjum í Fljóti, er talað um að jarðirnar eigi land að fjallabrúnum. Séð frá Fljóti, er oftast auðvelt að merkja hvar fjallabrúnir eru – en ef maður gengur yfir Kjöl, frá Látrum að Tungu, er bara enginn fjallsbrún fyrr en komið er að lækkun niðu í Tungu. Þá er það spurningin – hvar eru fjallabrúnir þeim megin frá, séð frá Látrum? 🙂
Samsvarandi síða fyrir Glúmsstaði væntanleg.
Ítrekun: https://fljotavik.is/?p=10596#more-10596