Árið 2017 heilsar með nýju útliti heimasíðunnar. Þegar síðan opnast birtist mynd sem fyllir að mestu út í skjáinn, Continue reading “Breytt útlit í ársbyrjun >”
Gleðilegt ár – 2017
Tíminn líður stöðugt áfram. Við ráðum ekki við það. Það má í raun segja að hvert augnablik séu tímamót í sjálfu sér, en það er ekki vaninn að dvelja við slíkt.
Hins vegar líta margir á það augnablik þegar klukkan breytist úr 23:59 á Gamlársdag yfir í 00:00 á Nýjársdag sem harla merkileg tímamót – og annsi mörg “kerfi” fara í uppgjörsham.
Þessi heimasíða tekur þessu nú bara með ró og spekt og því kemur bara lítil mynd og stuttur texti þar á eftir….. :
Gleðilegt nýtt ár
Jólin 2016
Gleðileg jól
Geirmundur heljarskinn fundinn?
Pistilinn skrifar: Tómas Halldór Pajdak
Allt frá því að ég fór að kynna mér sögu jarðarinnar Atlastaða hefur ákveðin spurning ferðast með mér: Hvers vegna var stórlax frá Noregi, þ.e.a.s. Geirmundur heljarskinn, að slá eign sinni á Fljót? Og að auki: Af hverju Continue reading “Geirmundur heljarskinn fundinn?”
Ég er kominn aftur >
Jæja.
Tók nokkur eftir því að ég fór úr landi…… Nei ég held ekki.
En – á morgun, föstudag 9.desember 2016 mun ég birta föstudagspistil – sem er ekki skrifaður af mér. Þar kom að því og með það er ég afskaplega ánægður.
Þannig að – kíkið á morgun.
Ásgeir
Bæjarnes að Grundarenda
Ég hef áður bent á, reyndar með einhverju öðru orðalagi, hversu mikið við eigum þeim að þakka sem lagt hafa á sig þá vinnu að skrifa greinar sem svo enda hér á síðunni. Continue reading “Bæjarnes að Grundarenda”