Ingunnarklettar

Ingunnarklettar
Þessi mynd var tekin frá pallinum í Atlatungu, án þess að verið væri að hugsa um Ingunnarkletta sérstaklega, en þeir eru þarna neðst í þríhyrningslagaða fjallinu Kóngum, vinstra megin á myndinni

Allar örnefnalýsingar fyrir jörðina Tungu, nefna Ingunnarkletta,  – klettabelti neðarlega í fjallinu Kóngum. Engin lýsing gerir meira úr þessu – engin skýring er gefin á nafngiftinni.

Við – í meiningunni ég og öll þið sem hafið tengsl við Fljót, ættum að Continue reading “Ingunnarklettar”

….Nei…. þetta er ekki sanngjarnt….. !

Stundum hefur reynst erfitt að detta niður á eitthvað til að segja ykkur frá eða tala um. En – nú er ég nýlega kominn úr framlengdri dvöl í Fljóti – í þeirri meiningu að við ætluðum aðeins að vera í 2 nætur, en þær enduðu í 4.

Við hrepptum reyndar leiðinlegt veður, en áttum það svo sem inni þar sem…… Continue reading “….Nei…. þetta er ekki sanngjarnt….. !”

Byggðin í Fljóti

 

Willy's jeppinn góði. Hann þjónaði í Fljótavík, um árabil. Grunur leikur á að þetta sé mynd tekin af Guðna Ásmundssyni. og óskandi að geta fengið það staðfest.
Willy’s jeppinn góði. Hann þjónaði í Fljóti, um árabil.

 

Haustið 1995 skrifaði Kjartan T Ólafsson, frásögn af því þegar farið var með rúmliggjandi fárveika konu frá Fljóti um hávetur, til móts við bát sem beið við Hesteyri.  Nefnda frásögn má lesa hér.

 

Kjartan hefur skrifað greinar og sögur sem margar tengjast Sléttuhreppi. Hann sendi ritsjóra ofannefnda frásögn á miðju ári 2006 og var hún birt á heimasíðunni þá um haustið. Seinna, sendi Kjartan smá viðbót Continue reading “Byggðin í Fljóti”

Þrjár myndir – framhald . . . . . >

mynd319.júní 2015 birti ég bloggfærslu um mun á stafrænum myndum og myndum teknum á filmu, og benti á að með gömlum myndum vantar oftast upplýsingar um hvenær þær voru teknar. Ég bað um hjálp við að greina þrjár ákveðnar litmyndir. Enginn hafði samband strax, en þegar ég ítrekaði málið með Facebookfærslu, fóru hlutirnir að gerast……. Continue reading “Þrjár myndir – framhald . . . . . >”

Þrjár myndir

Fljótavík, Júlíusarhús fjær, Jósefshús nær, Kögur í baksýn,
Fljótavík, Júlíusarhús fjær, Jósefshús nær, Kögur í baksýn,

Stafænar myndir eru samansafn af tölum og bókstöfum. Ef slíkar myndir eru skoðaðar á til þess ætluðum stað, má ná fram upplýsingum um hvenær þær voru teknar og  á hvaða myndavél. Nýrri myndavélar eru til og með fáanlegar með staðsetningarkerfi sem segir nákvæmlega hvar í veröldinni ljósmyndarinn stóð þegar hann tók myndina.

Þetta var ekki svona hér áður fyrr Continue reading “Þrjár myndir”

EnglishUSA