Fornleifar – fornminjar

www.bb.is birti þann 22.mars 2014 smá frétt  um námskeið þar sem fara átti yfir og kenna hvernig bæri að skrá fornleifar.

Hvað með Fljótavík? Þá er ekki bara verið að hugsa um skálatóft Vébjarnar Signgakappa sem er á fornminjaskrá – en enginn veit um nákvæma staðsetningu, ( eða hvað ?)  – heldur er verið hugsa um það hvort í Fljótavík séu aðrar fornminjar sem við bara hreinlega gerum okkur ekki grein fyrir.

Hvða finnst ykkur?  Vitið þið um eitthvað sem ætti að láta vita um sem hugsanlegar fornminjar?

 

Föstudagspistill 21.mars 2014

Í vikunni sem er að líða var ég að skoða lífshlaup Geirmundar Júlíussonar og Guðmundu Regínu Sigurðardóttur á internetinu.  Skoðið: Fólk > Geirmundur Júlíusson og Guðmunda Regína Sigurðardóttir – eða einfaldara – skoðið þetta.  Vinsamlega sendið upplýsingar um það sem mætti bæta við.

Í tengslum við undirbúning ættarmóts á árinu 1996, bað Geirmundur Júlíusson Snorra Grímsson um að koma til sín og skrifa frásögn, sem hann vildi að lesin yrði á niðjamóti þá um sumarið. Frásögnin var áður birt á gömlu útgáfunni af heimasíðunni  – með góðfúslegu leyfi Snorra. Frásögnin er um það þegar farið var frá Atlastöðum til Rekavíkur bak Höfn til að sækja bát og honum svo róið í Fljót.

Eftir að Snorri hafði skráð söguna kom hann með þetta frá eigin brjósti:  Þess má geta til gamans og fróðleiks, að leiðin, sem þeir félagar fóru gangandi og á skíðum á tæpum 5 klukkutímum, er rúmir 25 km og ferðamenn fara hana gjarnan fótgangandi á sumrin sem tvær dagleiðir. Er þá leiðin úr Fljóti að Búðum í Hlöðuvík farin á 8 – 10 tímum, en þaðan til Rekavíkur á 3 – 6 tímum. (Þá eru menn að vísu að skoða landið, en ekki að flýta sér um slóðir sem þeir gjörþekkja.) Auk þess þarf á fyrri hluta leiðarinnar að fara tvívegis upp í um 400 m hæð og lækka sig um rúma 100 m í millitíðinni, en Skálakambur og Atlaskarð eru um 300 m há en dalbotninn neðan Atlaskarðs, Hælavíkurmegin, rúmum 100 m lægri. Sjóleiðin er ámóta löng, eða nálægt 15 sjómílum. Hraði þeirra hefur því verið rúmir 5 km á klst á landi, sem telst góður gönguhraði á nær sléttu landi, hvað þá svo bröttu og mishæðóttu sem hér um ræðir. Hraðinn á sjó hefur verið um 2½ sjóm. á klst. í róðri.

 

 

 

 

Nýtt á síðunni dagana 8. til 14. mars 2014

Nú er frásögn Kjartans T Ólafssonar um flutning á sjúklingi úr Fljóti árið 1941 kominn inn á síðuna, undir flipanum “Sögur og óflokkað“, og reyndar líka við ártalið á “TÍmalínunni” .

Þá hefur (aftur) eitthvað bættst við á síðuna Bústaðir > Skýlið

Einnig er komin síða undir Fólk >  Brynhildur Snædal Jósefsdóttir og Ólafur Friðbjörnsson en þau bjuggu í Tungu 

Annars hef ég verið eigingjarn síðastliðna viku og farið með mest af lausum tíma í að byrja að skrifa handbók fyrir okkur í Atlatungu – svona til að styðjast við í framtíðinni. Þið sjáið aðalsíðu “Gæðahandbókarinnar”  undir:

Bústaðir > Atlatunga >  @ Efnisyfirlit gæðahandbókar, ……… 

en ef allt virkar eins og það á að gera, þá komist þið ekki lengra nema með því að þekkja lykilorð sem opnar þá þessar síður. Þetta með lykilorðið sýnir ykkur þá líka hvernig hægt væri að fara að hjá öðrum sumarbústöðum, en það kann þó að vera ókostur að ég yrði að þekkja aðgansorðið  – en á móti myndi ég heita trúnaði.

Að lokum – og það bara segir sig sjálft –  að @-merkið – sem á ensku er lesið “at” er að sjálfsögðu fundið upp sem skammstöfun fyrir Atlatungu !

 

Allir ábúendalistar komnir á síðuna

Nú eiga listarnir um ábúð jarðanna í Fljótavík að vera komnir í lag. Eins og þið sjáið er ég þó að reyna að finna einhverjar viðbótarupplýsingar sem fróðlegt væri að bæta við. Ég set tengingar í aðra vefi eða skrifa einhvern texta.

Hitt er svo annað mál – að ég er ekki að fullu búinn með þessa lista – í þeirri meiningu að ég er ekki búinn að fullskoða það hvort ég finni eitthvað á netinu til að tengja við nöfnin…

….og eins….

…. þarf ég að fara yfir þær tengingar sem eru komnar og skoða það hvort ég geri ekki síðu um viðkomandi ábúendur undir flipanum Fólk – og þar með yrði tengin á ábúðarlistanum sett yfir á Fólk-síðuna. Virkar flókið ….. og er það að einhverju leiti barar líka.

áá

 

Fólk

Ég hef áður varpað þessari spurningu fram: Hvað ætli að það séu til margar myndir af fjallinu Tunguhorni í Fljótavík? Þorir einhver að giska?  Þúsund? Tíu þúsund? Tugir þúsunda…….?

Þá kemur önnur spurning. Hvað ætli að það séu til margar myndir af Margréti Katrínu Guðnadóttur (eldri) eða Guðrúnu Jónsdóttur, frá þeim tímum sem þær lifðu í Fljótavík? Vafalaust fleiri af Guðrúnu,  enda dó Margrét Katrín mun fyrr, – en myndirnar eru ekki margar – skiljanlega, þar sem myndavélar voru ekki efst á innkaupalistum íbúa Fljótavíkur, þó þær hafi verið komnar til sögunnar.

Það fennir í sporin eftir gengið fólk – en Tunguhornið er þarna enn – kanski aðeins gróðursælla og kanski hafa einhverjir steinar og skriður fallið – en stórt séð eins og t.d. 1906 eða bara frá landnámi.

Þegar ég tók upp á því að leita upplýsinga á internetinu um þá sem Sléttuhreppsbókin segir hafa verið ábúendur í Fljótavík, áttaði ég mig á því, að kanski eru þær upplýsingar sem ég fann og sýni, aðeins brot af því sem má finna á vefnum. Í einhverjum tilfellum þurfti ég að velja og hafna og ákveða hvað ég tengdi í ábúendalistann.

Út frá því kemur sú hugsun, að prufa að búa til flipa á aðalsíðu síðunnar, sem t.d. gæti heitið “Fólk” , og safna því sem ég finn inn á síður með nöfnum fólksins.  Svona síður yrðu kanski ekki sérstaklega spennandi útlitslega séð, en væru samt liður í því að standa við upphaflaga hugsun við gerð síðunnar:

…….Það er mikilvægara að safna upplýsingum um liðna tíð en að hugsa svo mikið um útlit síðunnar…..

… því þegar allt kemur til alls, þá er til fullt af myndum af Tunguhorninu.

Ásgeir

PS : Til að byrja með gætu svona síður litið út svona: Júlíus Geirmundsson.

Eins og með allt sem tengist þessari síðu, fer ég fram á hjálp við að safna upplýsingum – ábendingum – villuleit – hugmyndum… o.s.frv., o.s.frv…. o.s.frv…..

————————————

PS 2: Þessi klausa hér að ofan, er mikið til sami texti og sést nú á aðalsíðunni “Fólk” . Ég leyfi þessu að standa svona – því þessi texti færist smám saman neðar þegar eitthvað bætist fyrir ofan – en hinn textinn undir aðalsíðunni “Fólk” verður þar

 

Fellistika eða ekki fellistika…..

Þegar ég valdi það útlit sem nú er á heimasíðunni, reyndi ég að hafa þetta eins hreint og ruglingsfrítt og mér var mögulegt. Maður getur þó ekki fengið allt.

Þegar farið er með bendilinn yfir yfirskriftir eins og : Ábúendatal, Göngulýsingar, Hús nú í Fljótavík, Landeigendur, Örnefni og svo framvegis, birtist strax svokölluð fellistika með lista yfir undirsíður.

Einhverjir hafa ekki áttað sig á, –  og það skil ég bara mjög vel,  – að þar sem fellistikur koma fram, stendur líka eitthvað á aðal síðu þess flokks. Veljið aðalsíðurnar til að sjá þetta.

Þar sem engar fellistikur koma upp, er þetta augljósara. Tímalínan, til að taka mest áberandi dæmið, er ekki með undirsíðu – og þar velur maður yfirskriftina Tímalína – og þá birtist hún öll á einni síðu.

áá 170214

EnglishUSA