Fleiri myndir

Nú hefur 10 myndum verið bætt í myndasafnið sem sýnir framþróun bryggjuframkvæmda í Fljótavík. Flestar eru myndirnar aftarlega í safninu, teknar 15. – 16. júní 2019 af Ása Guðna, og takk fyrir það.

Þarna er sem dæmi mynd sem tekin er utar á Kögri og sýnir að þaðan frá séð er ekki margt sem bendir til þess að þarna sé kominn steyptur veggur.

En skoðið myndasafnið með því að velja hlekkinn.

Lendingaraðstaða fyrir smábáta

Hef þetta stutt núna. Vafalítið hafa flestir sem hingað koma, séð allar eða flestar af þeim myndum sem hafa verið að birtast á Facebooksíðum þeirra sem hafa tekið þátt í því umfangsmikla verkefni að bæta aðstöðu til að taka á móti fólki í fjörunni í Fljótavík

Hér vísa ég á myndir frá Ásmundi Guðnasyni, Eward Finnssyni, Hjörvari Frey Hjörvarssyni, Magnúsi Helgasyni og Jóni Arnari Sigurþórssyni.

Farið með bendil á Myndir flipann og þá opnast fellistika þar sem efst er Bryggjuframkvæmdir……. eða veljið bara þennan hlekk – og njótið.

Lokað fyrir innskráningar

Um miðjan mars 2019 birti ég blogg undir yfirskriftinni “Söfnun” . Þar var ég að reyna að fá ykkur sem kíkið oft á síðuna að skrá ykkur inn, – upplýsa um hver þið væruð – í þeim tilgangi að auðvelda ykkur að skrifa athugasemdir undir það sem ég skrifa – eða jafnvel að veita ykkur aðgang til að skrifa sjálf blogg eða síður. Það var nú draumurinn.

Það voru ekki margir sem skráðu sig – því er nú verr og miður.

veljið til að lesa áfram