(Uppfært 4.des. 2014 : *Nýtt* merking fjarlægð af tímalínunni)
Öðru hvoru tek ég mig til og bæti inn á Tímalínuna. Ég hef gert nokkrar tilraunir með að benda ykkur á hvað er nýtt – og hef enn ekki fundið “bestu leiðina”. Nú ætla ég að gera tilraun þar sem ég hef sett *Nýtt* fremst þar sem er eitthvað nýtt. Skoðið þetta – og athugið að þetta er mikið í kring um ártalið 1980 og til ársins 1949 .
Ég hef áður beðið um upplýsingar – og nú geri ég það aftur – um hvað sagan ætti að geyma um framkvæmdir sumarsins í Fljótavík. Samtals hef ég fengið ein skilaboð um það, og það er frá Brekku.
Þar sem þetta er svo afskaplega stutt núna, ætla ég að vísa hér á skemmtilega auglýsingu á Youtube. : Þetta er upplagt tækifæri til að bæta þekkingu sína á tungumálum – eða þannig.
Ásgeir