Þrjár myndir

Fljótavík, Júlíusarhús fjær, Jósefshús nær, Kögur í baksýn,
Fljótavík, Júlíusarhús fjær, Jósefshús nær, Kögur í baksýn,

Stafænar myndir eru samansafn af tölum og bókstöfum. Ef slíkar myndir eru skoðaðar á til þess ætluðum stað, má ná fram upplýsingum um hvenær þær voru teknar og  á hvaða myndavél. Nýrri myndavélar eru til og með fáanlegar með staðsetningarkerfi sem segir nákvæmlega hvar í veröldinni ljósmyndarinn stóð þegar hann tók myndina.

Þetta var ekki svona hér áður fyrr Continue reading “Þrjár myndir”

Frábær ljósmynd >

Myndir segja meira en þúsund orð – er stundum haft á orði. En myndir geta verið ansi mismunandi og líka hvernig þær koma til. Stundum fer fólk í gönguferðir – um Fljót, eða í fjallgöngur eins og nýlega mátti sjá á myndum frá fjallinu Beylu. Stundum eru myndirnar úr flugferðum – og nú langar mig sérstaklega til að benda á mynd úr flugi. Myndin er tekin vestan við Straumnes og sýnir húsin á fjallinu og svo inn í Fljótavíkina – fallegt – njótið.

150515: Jæja – þá tek ég smá törn

Ritstjórinn ég,  hef haldið að mér höndum, svona að mestu leiti, undanfarna mánuði, að minnsta kosti þegar kemur að þessari heimasíðu. Það eru margar ástæður fyrir því, en aðallega er þó ástæðan sú að efnistökin verða sífellt minni – mig vantar eitthvað að mauðla úr.

Í dag, læt ég ykkur vita, að ég er að vinna við Continue reading “150515: Jæja – þá tek ég smá törn”

EnglishUSA