Byggingarsamningur milli BB og ÓF

IMG_2904
Brak frá Gunnvöru sem strandaði í Fljótavíkík janúar 1949

Eins og kom nýlega fram í pósti á síðunni, bárust nokkrir pappírar til mín, fyrir einhverjum árum síðan. Ég geymdi þetta á svo góðum stað …… að þetta fannst ekki fyrr en nýlega.

Ég lýsi enn eftir því hver færði mér þessi skjöl, en nú ætla ég að birta Continue reading “Byggingarsamningur milli BB og ÓF”

Byggðin í Fljóti

 

Willy's jeppinn góði. Hann þjónaði í Fljótavík, um árabil. Grunur leikur á að þetta sé mynd tekin af Guðna Ásmundssyni. og óskandi að geta fengið það staðfest.
Willy’s jeppinn góði. Hann þjónaði í Fljóti, um árabil.

 

Haustið 1995 skrifaði Kjartan T Ólafsson, frásögn af því þegar farið var með rúmliggjandi fárveika konu frá Fljóti um hávetur, til móts við bát sem beið við Hesteyri.  Nefnda frásögn má lesa hér.

 

Kjartan hefur skrifað greinar og sögur sem margar tengjast Sléttuhreppi. Hann sendi ritsjóra ofannefnda frásögn á miðju ári 2006 og var hún birt á heimasíðunni þá um haustið. Seinna, sendi Kjartan smá viðbót Continue reading “Byggðin í Fljóti”

30.janúar 2015 : Fyrst jeppi og nú vélsleði…..

 Fyrst jeppi  –  og nú vélsleði

Willy's jeppinn góði. Hann þjónaði í Fljótavík, um árabil. Grunur leikur á að þetta sé mynd tekin af Guðna Ásmundssyni. og óskandi að geta fengið það staðfest.
Willy’s jeppinn góði. Hann þjónaði í Fljótavík, um árabil. Grunur leikur á að þetta sé mynd tekin af Guðna Ásmundssyni. og óskandi að geta fengið það staðfest.

 

Við lok annars vel heppnaðs leiðangurs til Fljótavíkur, í janúar 2015, til að bjarga húsum frá frekari óveðursskemmdum, varð að skilja einn vélsleða eftir á hlaðinu á Atlastöðum, vegna bilunar.

Árið 1969, þegar fyrst útgáfa sumarbústaðarins Atlastaða var reist, Continue reading “30.janúar 2015 : Fyrst jeppi og nú vélsleði…..”

16.janúar 2015

Veður

Það er svo skrítið – að fyrir ekki svo löngu var ég að hugsa um að fara að draga saman seglin – birta kanski einn póst í mánuði eða kanski hálfsmánaðarlega. En svo kom – VEÐUR. Ég set veður með stórum stöfum, vegna þess að fyrir nokkrum árum, var ég í matvöruverslun að borga á kassa, þegar unglingsstúlka sem var að afgreiða mig, sá örlítið út fyrir verslunina – og hrópaði svona upp fyrir sig.: Continue reading “16.janúar 2015”

18.maí 2014…… 40 ár frá ísbirni

Þennan dag, 18.maí, fyrir 40 árum, eða 1974, var ísbjörn veginn við skýli SVFÍ í Fljótavík. Það er búið að segja svo oft frá þessu og skrifa að sumum fer að líða eins og þeir hafi verið á staðnum, eins og einn aðili skrifaði inn í blogg þegar þessi heimasíða birti fásögn Jósefs H Vernharðssonar af þessu. En í tilefni dagsins væri ekki úr vegi að renna enn einu sinni yfir þetta t.d. með því að lesa frásögn Jósefs, og/eða blaðafregnir sem skoða má út frá TÍMALÍNUNNI við þennan dag árið 1974.

Ásgeir

EnglishUSA